Rut Káradóttir hannaði ný baðherbergi inn á heimili á Seltjarnarnesi

Við Lindarbraut 3 á Seltjarnarnesi hafa Kristín Laufey Guðjónsdóttir og Markús Máni Michaelsson Maute búið sér fallegt heimili. Þau festu kaup á húsinu í apríl 2017 en nú er húsið komið á sölu. 

Húsið er 210 fm að stærð og var reist 1980. Húsráðendur hafa nostrað við húsið og fengu Rut Káradóttur innanhússarkitekt til þess að endurhanna baðherbergi, bæði aðalbaðherbergi og gestasnyrtingu. Breytingarnar eru vel heppnaðar en þar er að finna ítalskar flísar frá Ebson, Vola blöndunartæki og ljósar innréttingar. 

Rut Káradóttir hannaði baðherbergin í húsinu. Hér er hnausþykkur vaskur …
Rut Káradóttir hannaði baðherbergin í húsinu. Hér er hnausþykkur vaskur sem sérsmíðaður var ásamt innréttingum. Falin lýsing er bak við spegilinn.

Eldhúsið í húsinu var endurnýjað 2008 og hefur að geyma eyju úr graníti og innréttingar sem eru bæði sprautulakkaðar og úr eik. Klassískar flísar í stærðinni 10x5 cm liggja lárétt á milli skápa og er korkur á gólfinu. 

Í stofunni eru hvítur múrsteinsveggur sem minnir á árið 1980 og loftljósin eru sérhönnuð af Pétri Lútherssyni heitnum sem starfaði sem húsgagnahönnuður. 

Parket er á gólfum í stofunni.
Parket er á gólfum í stofunni.
Ljósin í loftinu voru hönnuð af Pétri Lútherssyni húsgagnahönnuði sem …
Ljósin í loftinu voru hönnuð af Pétri Lútherssyni húsgagnahönnuði sem féll nýlega frá.

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Lindarbraut 3

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda