Eitursvöl þakíbúð vekur athygli

Við Haukahlíð í Reykjavík er að finna 151 fm íbúð á efstu hæð í blokk sem reist var 2020. Heimilið er sérlega móðins og flott enda um nánast nýja íbúð að ræða. 

Í eldhúsinu eru súkkulaðibrúnar bæsaðar eikarinnréttingar sem tóna vel við ljósar borðplötur. Í loftinu fyrir ofan tangann er vifta í stokk sem er tekinn niður á heillandi hátt. Í tanganum er bæði helluborð og vínkælir en í innréttingunni á móti er bakaraofn, vaskur og innbyggð uppþvottavél. 

Veggir í alrýminu eru málaðir í hlýjum gráum tón sem fer vel við innréttingarnar. 

Eldhúsið er hluti af opnu rými sem hefur að geyma stofu og borðstofu. Stórt borðstofuborð prýðir rýmið en þar er að finna stóla úr Heimili og hugmyndum sem passa vel við loftljósið úr Epal. Í stofunni er svo flauelssófi og Noguchi-glerborð sem fæst í Pennanum. Heildarmyndin er falleg og flott.

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Haukahlíð 1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál