Katrín hannaði notalegt og hlýlegt heilsárshús

Heilsárshúsið er einstaklega notalegt. Fallegur efniviður og mjúkir litatónar setja …
Heilsárshúsið er einstaklega notalegt. Fallegur efniviður og mjúkir litatónar setja svip á húsið. Samsett mynd

Katrín Ísfeld, innanhússarkitekt FHI, fékk það verkefni nýlega að hanna frístundahús fjölskyldu sem hægt er að nota allt árið um kring. Katrín lagði upp með að hafa húsið notalegt og hlýlegt. 

Katrín kom að verkinu þegar búið var að teikna húsið og setja niður veggjafyrirkomulag. Hún gat þó látið færa til veggi þar sem ekki var búið að reisa milliveggi. „Ég teiknaði allt að innan, innréttingar og allt þar í kring. Ég sá líka um efnisval ásamt eiganda og er þar með talið húsbúnaður. Þetta var allt valið með húsfrúnni sem er dásamleg kona og gekk þetta því svona vel upp,“ segir Katrín um verkefnið. 

Katrín Ísfeld er innanhússarkitekt FHI.
Katrín Ísfeld er innanhússarkitekt FHI. Ljósmynd/Aðsend

Skiptir máli að frístundahúsið sé öðruvísi

Er öðruvísi að hanna sumarbústað en hefðbundin heimili? 

„Já það er aðeins öðruvísi þar sem áherslur eru á að gera allt rýmið notalegt og hlýlegt. Ég leitast við að nota náttúrulega mjúka liti, fallegar og mjúkar áferðir. Ég reyni ávallt að koma fyrir viði- og viðaráferðum, basti og því sem lætur fólki líða vel.

Ég legg áhersla á að húsið sem er í sveitinni gefi þér og þínum aðra upplifun en daglega heimilið gefur. Mér finnst að fólk eigi að upplifa að það sé ekki lengur með sömu hönnun og efnisval eins og hið daglega heimili hefur.“

Eigendurnir voru með ákveðnar óskir þegar kom að húsinu. „Þau langaði að hafa opið rými þar sem eldhúsrýmið færi saman með stofurýminu. Það var einnig hátt á listanum hjá þeim að vera með fallega kamínu sem myndi gera rýmið fallegt og notalegt. Ég hannaði pall undir kamínuna og þar er viðurinn er geymdur. Einnig er gaman að hafa fallega hluti uppi á bekknum og svo má einnig setja púða ofan á og sitja þar.“

Katrín hannaði fallegan bekk undir kamínuna í stofunni.
Katrín hannaði fallegan bekk undir kamínuna í stofunni. Ljósmynd/Aðsend

Allt í sama rými en samt skipt upp

Eldhúsið, borðstofan og stofan er hjarta hússins. „Eldhúsið er hugsað sem gott vinnusvæði og einnig auðvelt fyrir börnin að setjast við eyjuna og fá sér morgunmat eða millimál. Borðstofuborðið er aðeins til hliðar en það er það stórt og hlýlegt. Borðið virkar þannig vel fyrir fjölda fólks og einnig sem notalegt borð til að sitja við og stússast.“

Falleg innrétting er í eldhúsinu. Eldhúseyjan nýtist vel.
Falleg innrétting er í eldhúsinu. Eldhúseyjan nýtist vel. Ljósmynd/Aðsend
Stórt og hlýlegt bortsofuborð rúmar marga þegar margir koma saman.
Stórt og hlýlegt bortsofuborð rúmar marga þegar margir koma saman. Ljósmynd/Aðsend

Fallegur notalegur mosagrænn sófi er sannkallaður senuþjófur í stofunni. Katrín pantaði hann frá Ítalíu. „Sófinn er hafður í miðju rýmisins og er það rými aðeins afmarkað með notalegum stólum og kamínu. Þetta er gert til þess að fólk geti verið aðeins sér í sama rými án þess að vera að borða þar.“

Sérstakt sjónvarpsrými er út frá forstofunni og er því ekkert sjónvarp í aðalrýminu. 

Fallegir stólar eru á móti græna sófanum.
Fallegir stólar eru á móti græna sófanum. Ljósmynd/Aðsend

Góð hjónasvíta er í húsinu með sérbaðherbergi. „Hjónasvítan er hugsuð út frá þægindum og á að vera umvefjandi fyrir hjónin. Rúmið er fyrir miðju og við reistum upp vegg þar fyrir aftan sem hægt er að ganga báðum megin við. Þar tekur við opið skáparými með auðveldu aðgengi að. Var svo upplagt að hafa fallega baðherbergið þar fyrir innan. Þetta er hugsað sem afslappandi fyrir hjónin að athafna sig,“ segir Katrín um hjónaherbergið. 

Hjónin eru með sérbaðherbergi.
Hjónin eru með sérbaðherbergi. Ljósmynd/Aðsend
Bleikar flísar eru á baðherberginu í hjónasvítunni.
Bleikar flísar eru á baðherberginu í hjónasvítunni. Ljósmynd/Aðsend
Gott aðgengi er að skápunum í hjónasvítunni.
Gott aðgengi er að skápunum í hjónasvítunni. Ljósmynd/Aðsend

Mjúkir litir

Eigendurnir vildu hafa húsið fallegt, hlýlegt og notalegt. Katrín töfraði fram þær óskir á fallegan hátt meðal annars með því að leika sér með málningu og efnivið.  

„Ég notaði mjög mjúka litapallettu sem er ljós sandlitur á aðalrýmið en hún dökknar svo í meiri brúntóna og fer svo alveg út í þennan rauðbrúna hnetulit sem er á forstofuskápunum og í sjónvarpsherberginu. Loftið í alrýminu er með hljóðdúk, sem er algjör nauðsyn þar sem hátt er til lofts og vítt er til veggja en þar tók ég loftið þversum í sundur út að útvegg með þessum fallega ekta viðarplönkum sem gerðu mikið fyrir rýmið.“

Mjúkir litir eru á veggjunum sem gera rýmið hlýlegra.
Mjúkir litir eru á veggjunum sem gera rýmið hlýlegra. Ljósmynd/Aðsend

„Ég notaði stór bastljós og falleg ljós með léttum gegnsæjum efnum á móti koparlituðum kösturum sem setja rétta lýsingu á svæðið. Svefnherbergin eru öll teppalögð með mjúku-mosagrænu teppi. Kemur það mjög vel út á móti flísunum sem eru með mjúku mynstri,“ segir Katrín að lokum. 

Gott vinnupláss er í eldhúsinu.
Gott vinnupláss er í eldhúsinu. Ljósmynd/Aðsend
Gott pláss er á aðalbaðherberginu sem er flísalagt í hólf …
Gott pláss er á aðalbaðherberginu sem er flísalagt í hólf og gólf. Ljósmynd/Aðsend
Grænar flísar eru á aðalbaðherberginu.
Grænar flísar eru á aðalbaðherberginu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda