190 milljóna sumarhús við Þingvallavatn

Ásett verð er 190.000.000 krónur.
Ásett verð er 190.000.000 krónur. Samsett mynd

Á fallegum útsýnisstað við Þingvallavatn stendur 267 fm sumarhús sem reist var árið 2013. Húsið stendur á 5.900 fm eignarlóð og hefur verið innréttað á sjarmerandi máta, en það var Rut Káradóttir innanhússarkitekt sem sá um hönnunina.

Þegar kemur að efnisvali hefur greinilega verið vandað til verka, en í húsinu má sjá heillandi efnivið og áferð sem setja svip sinn á rýmið. Þar á meðal má nefna flottan við í sérsmíðuðum innréttingum og íslenskt stuðlaberg sem prýðir bæði gólf og arin.

Eldhús og borðstofa eru í björtu og rúmgóðu alrými með einstöku útsýni yfir Þingvallavatn. Eldhúsinnréttingin er með sérlega góðu vinnu- og skápaplássi ásamt stórri eyju, en frá borðstofu er útgengt út á verönd. 

Sumarhúsið stendur á fallegum útsýnisstað við Þingvallavatn.
Sumarhúsið stendur á fallegum útsýnisstað við Þingvallavatn. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Eldhúsið er bjart og rúmgott.
Eldhúsið er bjart og rúmgott. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Fallegur efniviður sem skapar hlýlega stemningu

Í stofunni er einnig fallegt útsýni yfir vatnið og til fjalla en þar má sjá glæsilegan arin úr stuðlabergi og þaðan er einnig útgengt á verönd. Mikill sjarmi er yfir húsinu og þó það sé nútímalegt þá gefur hlýlegur viðurinn í loftum, hurðum og innréttingum eigninni notalega sumarhúsastemningu. 

Alls eru þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi í húsinu. Ásett verð er 190.000.000 krónur. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Skálabrekkugata

Í stofunni eru stórir gluggar sem veita einstakt útsýni.
Í stofunni eru stórir gluggar sem veita einstakt útsýni. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Eignin hefur verið innréttuð á skemmtilegan máta.
Eignin hefur verið innréttuð á skemmtilegan máta. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál