498 fm lúxushöll með bíósal og vínherbergi í Garðabæ

Óskað er eftir tilboði í húsið.
Óskað er eftir tilboði í húsið. Samsett mynd

Við Votakur í Garðabæ er að finna glæsilegt 498 fm einbýlishús á tveimur hæðum sem reist var árið 2014. Húsið er fallega hannað bæði að innan og utan, en það státar meðal annars af bíósal, líkamsræktar- og vínherbergi.

Aukin lofthæð og stórir gluggar gefa eigninni mikinn glæsibrag. Í stofunni má sjá fallegan arin sem setur svip á rýmið og skapar notalegt andrúmsloft, en við arininn stendur hinn formfagri Mammoth-hægindastóll sem Rune Krøjgaard og Knut Bendik Humlevik hönnuðu árið 2011 fyrir NORR11.

Stofan er björt og opin.
Stofan er björt og opin. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Bíósalur, líkamsræktar- og vínherbergi

Frá stofunni er útgengt á afar snyrtilegan sólpall um stóra rennihurð. Þar hefur heitum potti, sauna-húsi og útisturtu verið komið fyrir ásamt grill- og setuaðstöðu. 

Á neðri hæðinni er meðal annars að finna líkamsræktarherbergi, bíósal, vínherbergi og þvottahús. Alls eru fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi í húsinu.

Óskað er eftir tilboði í húsið, en fasteignamatið er 318.450.000 krónur og brunabótamatið er 199.950.000 krónur. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Votakur 1

Eignin er fallega hönnuð bæði að utan og innan.
Eignin er fallega hönnuð bæði að utan og innan. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Á neðri hæðinni má meðal annars finna líkamsræktarherbergi, bíósal og …
Á neðri hæðinni má meðal annars finna líkamsræktarherbergi, bíósal og vínherbergi. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda