Á fasteignavef mbl.is er að finna fjölbreytt sumarhús til sölu í öllum stærðum og gerðum. Húsin eru allt frá 13 til 315 fm að stærð og kosta frá 9.500.000 til 190.000.000 krónur.
Smartland tók saman lista yfir fimm ódýrustu sumarhús landsins sem eru á sölu um þessar mundir.
Langanes er ódýrasta sumarhúsið á sölu um þessar mundir. Húsið, sem var reist árið 2003, telur 15 fm og stendur á 8.400 fm leigulóð rétt við Hvolsvöll.
Ásett verð er 9.500.000 krónur.
Sjá á fasteignavef mbl.is: Langanes 3
Í landi Fossatúns í Borgarbyggð er til sölu 23 fm sumarhús ásamt 4 fm geymsluskúr sem standa á 5.612 fm eignarlóð. Sumarhúsið var reist árið 2003 og samanstendur af stofu, eldhúsi og svefnrými, en salernisaðstaða er við viðbyggingu.
Ásett verð er 15.900.000 krónur.
Sjá á fasteignavef mbl.is: Fossatúnsland
Í landi Þórisstaða í Svínadal er til sölu 24 fm sumarhús á 6.650 fm leigulóð. Í húsinu er eldhús, borðstofa, baðherbergi og svefnrými. Með húsinu fylgja samþykktar teikningar, annað hvort af 140 fm húsi á tveimur hæðum eða 70 fm einhalla húsi.
Ásett verð er 15.900.000 krónur.
Sjá á fasteignavef mbl.is: Hjallholt 14
Í sumarbyggð Súðavíkur er til sölu 166 fm sumarhús á einni hæð sem reist var árið 1983. Eignin samanstendur af inngangi, afgreiðslusal, kaffistofu, skrifstofum, geymslum og kyndiklefa en hún var áður nýtt undir starfsemi póst/símstöðvar og sparisjóðs.
Ásett verð er 16.000.000 krónur.
Sjá á fasteignavef mbl.is: Aðalgata 6
Á flottum útsýnisstað í um fimm mínútna fjarlægð frá Dalvík er til sölu 35 fm sumarhús sem reist var árið 2000 og stendur á 1.625 fm eignarlóð. Tvö svefnrými eru í húsinu ásamt salerni, eldhúsi og stofu. Á lóðinni er einnig 15 fm einangrað smáhýsi.
Ásett verð er 16.900.000 krónur.