Jón og Ágústa keyptu næsta hús við Guðna Th. og Elizu

Jón Benediktsson og Ágústa Arna Grétarsdóttir hafa fest kaup á …
Jón Benediktsson og Ágústa Arna Grétarsdóttir hafa fest kaup á glæsihúsi í Garðabæ. mbl.is/Stella Andrea

Jón Benediktsson og Ágústa Arna Grétarsdóttir hafa fest kaup á glæsihúsi við Steinprýði 13 í Garðabæ. 

228 milljónir greiddu þau fyrir húsið. 

Við Stein­prýði í Garðabæ er að finna 267 fm ein­býli sem er í smíðum. Húsið stend­ur á fal­leg­um stað í hraun­inu en í næsta hús er í eigu for­seta Íslands, Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar, og eig­in­konu hans, El­izu Reid. Húsið var teiknað af Úti Inni arki­tekt­um. 

Ásett verð er 239.000.000 kr. 

Húsið er á einni hæð og stát­ar af fal­legri hönn­un. Í hús­inu er gert ráð fyr­ir fjór­um svefn­her­bergj­um og tveim­ur baðher­bergj­um. 

„Nátt­úruperla og ein­stök staðsetn­ing er á þessu stór­glæsi­lega 267 fm einn­ar hæðar ein­býl­is­húsi í Garðabæ sem er í smíðum.
Gert er ráð fyr­ir 4 her­bergj­um, inn­byggður bíl­skúr, ar­inn, hjóna­svíta með fata­her­bergi og sér baði og fleira prýða þessa ein­stöku eign. Hér hef­ur hvergi verið til sparað og all­ur frá­gang­ur og efn­is­val er í allra hæsta gæðaflokki. Húsið stend­ur á rúm­lega 1038 fm lóð sem verður sem næst viðhalds­frí sem og húsið að utan,“ seg­ir í aug­lýs­ingu á fast­eigna­vef mbl.is. 

Húsið við Steinprýði er smekklega hannað.
Húsið við Steinprýði er smekklega hannað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál