179 milljóna smartheitaraðhús í Fossvogi

Húsið stendur við Goðaland 8 í Fossvogi.
Húsið stendur við Goðaland 8 í Fossvogi. Samsett mynd

Við Goðaland í Fossvogi er að finna einstaklega eigulegt endaraðhús á einni hæð. Húsið var reist 1968 og er 168 fm að stærð. Búið er að endurnýja húsið heilmikið og hefur verið nostrað við hvert smáatriði.

Kannski má segja að það eina sem er upprunalegt í húsinu sé arininn en hann minnir á hina góðu stemningu sem ríkti byggingarárið.

Stórt borðstofuborð prýðir rýmið. Stóllinn við endann hægra megin er …
Stórt borðstofuborð prýðir rýmið. Stóllinn við endann hægra megin er frá VIPP og setur svip sinn á uppsetninguna.
Horft úr eldhúsinu inn í stofu og borðstofu.
Horft úr eldhúsinu inn í stofu og borðstofu.
Horft inn í eldhús sem snýr í norður.
Horft inn í eldhús sem snýr í norður.

Í eldhúsinu eru dökkar innréttingar úr bæsaðri eik með dökkum granítsteini. Eldhúsið er opið inn í stofu og borðstofu og er fallegt fiskibeinaparket á gólfinu. Veggir í alrýminu eru hvítmálaðir og því má segja að heimilið sé bjart og stílhreint. 

Úr stofunni er gengið niður nokkrar tröppur og inn í garðskála með þaki en úr honum er hægt að labba beint út í garð sem státar af feiknarstórum palli með heitum potti. 

Garðskálinn hefur verið endurnýjaður mikið og er nú góð viðbót …
Garðskálinn hefur verið endurnýjaður mikið og er nú góð viðbót við húsið.
Tveir svanir eftir Arne Jacobsen kúra á ljósri mottu í …
Tveir svanir eftir Arne Jacobsen kúra á ljósri mottu í stofunni.

Eigendur hússins eru Stefán Örn Arnarson og Kristrún Helga Hafþórsdóttir en þau festu kaup á húsinu 2019 og gerðu það upp með þessum smekklega hætti. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Goðaland 8

Blár sófi og glerborð frá Noguchi.
Blár sófi og glerborð frá Noguchi.
Pallurinn er nýlegur og mjög vel hannaður.
Pallurinn er nýlegur og mjög vel hannaður.
Um er að ræða endaraðhús við Goðaland.
Um er að ræða endaraðhús við Goðaland.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda