Ása og Emil keyptu draumahús í Fossvogi

Ása María Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson.
Ása María Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ása María Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson hafa fest kaup á eigulegu einbýlishúsi í Fossvogi. Emil er þekktur fótboltamaður og hafa hjónin búið á Ítalíu um margra ára skeið þar sem hann hefur spilað fótbolta. Hjónin hafa svo sameinað krafta sína með því að flytja inn ólífuolíur, appelsínur frá Ítalíu og aðrar heilsusamlegar lífrænar vörur til landsins. Nú síðast opnuðu þau veitingastaðinn Olifa við Suðurlandsbraut sem selur ljúffengar pítsur. 

Hjónin hafa búið í Garðabænum þegar þau eru á Íslandi en Emil er skráður eigandi húss við Kinnargötu í bæjarfélaginu. Nú hafa þau hins vegar keypt einbýlishús saman.

Um er að ræða 366,7 fm einbýlishús sem er innst í götunni við Bjarmaland. Húsið var byggt 1970. Árið 2006 var húsið stækkað og hannaði arkitektastofan Gláma Kím breytingarnar. Það eru sömu arkitektar og hönnuðu einbýlishús Ingu Lindar Karlsdóttur sem er dýrasta hús sem selt hefur verið á Íslandi.

Húsið stendur við Bjarmaland í Fossvogi.
Húsið stendur við Bjarmaland í Fossvogi. mbl.is/Marta María

Húsið er alveg við Fossvogsdalinn og gengu breytingarnar á húsinu út á það að hækka nýtingarhlutfall hússins vegna kjallara undir húsinu. 

Þegar breytingar á húsinu voru samþykktar árið 2006 kom fram að breytingar yrðu gerðar innanhúss en að utan gengu þær út á að skapa rými fyrir framan aðalinngang með því að færa inngangshurð innar og færa bílgeymsluhurð utar og stækka húsið. Í gögnum frá skipulagsstofnun kom fram að útlitsbreyting væri lítil. 

Ása María og Emil keyptu húsið af Eyjólfi Baldurssyni og Þórdísi Sigurgeirsdóttur sem reka verslunina Eirvík sem selur ýmis raftæki og innréttingar. Fyrir húsið greiddu Ása María og Emil 330.000.000 kr. og var húsið selt af fasteignasölunni Eignarmiðlun. Það var aldrei auglýst til sölu. 

Smartland óskar Ásu Maríu og Emil til hamingju með einbýlið!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda