Jón Ragnar og Sigríður selja útsýnisíbúð á góðum stað

Jón Ragnar Ragnarsson og Sigríður Halldórsdóttir hafa sett íbúð sína …
Jón Ragnar Ragnarsson og Sigríður Halldórsdóttir hafa sett íbúð sína á sölu.

Sigríður Halldórsdóttir fjölmiðlakona á Rúv og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra og Jón Ragnar Ragnarsson slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa sett fallega íbúð sína á sölu. Um er að ræða 118 fm efstu hæð í reisulegu húsi við Rauðalæk sem byggt var 1958. Úr íbúðinni er heillandi útsýni. 

Heimili þeirra Sigríðar og Jóns er persónulegt og skemmtilega innréttað. Í eldhúsinu er upprunaleg innrétting sem búið er að gera upp með nýjum borðplötum og nýjum svörtum flísum. Í eldhúsinu er eldhúskrókur sem hefur að geyma tímalaus klassísk stálhúsgögn og einn rauðan málaðan tréstól. Á veggjunum eru allskonar skemmtilegar myndir sem ríma vel saman. 

Borðkrókurinn í eldhúsinu er eins og listaverk. Klassísk íslensk stálhúsgögn …
Borðkrókurinn í eldhúsinu er eins og listaverk. Klassísk íslensk stálhúsgögn hitta listaverk úr ýmsum áttum og svo fær einn rauður lakkaður tréstóll að vera með í teitinu.

Stofa og borðstofa eru í sameiginlegu rými og þar setur risastór Monstera svip sinn á heimilið. Það er augljóst að Sigríður og Jón eru með græna fingur. Í borðstofunni eru litríkir stólar sem fara vel við tekkborð og tekkskenk og ljós í gamaldags stíl. 

Í borðstofunni setur risastór Monstera svip sinn á rýmið. Hún …
Í borðstofunni setur risastór Monstera svip sinn á rýmið. Hún fer vel við tekk-húsgögn og lakkaða litaglaða stóla.
Horft úr borðstofunni inn á gang.
Horft úr borðstofunni inn á gang.

Baðherbergið í húsinu var nýlega gert upp með nýjum ljósgráum flísum, hringlaga spegli og brass-blöndunartækjum. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Rauðalækur 69

Baðherbergið var nýlega gert upp.
Baðherbergið var nýlega gert upp.
Íbúðin er á efstu hæð og státar af fallegu útsýni.
Íbúðin er á efstu hæð og státar af fallegu útsýni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda