Sara og Árni Páll keyptu 147,9 milljóna útsýnisíbúð

Árni Páll Árnason og Sara Linn­eth Lovísu­dótt­ir Casta­neda.
Árni Páll Árnason og Sara Linn­eth Lovísu­dótt­ir Casta­neda.

Kær­ustuparið Sara Linn­eth Lovísu­dótt­ir Casta­neda og Árni Páll Árna­son, rapp­ar­inn Herra hnetu­smjör, hafa fest kaup á splunku­nýrri íbúð í Kópa­vogi. Um er að ræða 168 fm íbúð í glæsi­legri blokk sem byggð var 2024. Íbúðin er á efstu hæð með fal­legu út­sýni út á sjó. Tvenn­ar sval­ir eru á íbúðinni og snúa þær í vest­ur. Sval­irn­ar eru hellu­lagðar og er heit­ur pott­ur á öðrum svöl­un­um. 

Það er því raun­veru­lega hægt að segja að rapp­ar­inn, sem hef­ur sungið um töfra Kópa­vogs í söng­laga­textum sín­um, sé að lifa Kópa­vogs­draum­inn til fulls. 

Teikni­stof­an Tröð hannaði húsið og er burðar­virki húss­ins staðsteypt með hefðbundn­um hætti. Útvegg­ir eru ein­angraðir að utan og klædd­ir með báru­áli. 

„Inn­rétt­ing­ar í eld­húsi eru frá inn­rétt­inga­fram­leiðand­an­um Voke-3 og eru úr dökkri hnotu. Yf­ir­borð hurða- og skúffu­for­stykkja er úr slit­sterku harðplasti sem er þægi­legt í um­gengni og viðhaldi. Vegg­hengd­ir efri skáp­ar eru með inn­fræstri LED-lýs­ingu und­ir skáp­um í ljós­um lit. Borðplöt­ur eru 12 mm þykk­ar Compact. Eld­hús­vask­ur er und­ir­límd­ur. Eld­hús skil­ast með vönduðum tækj­um frá AEG: span-hellu­borði og bak­arofni með inn­byggðum hita­mæli. Ýmist er gufug­leyp­ir inn­byggður í efri skáp eða sem loft­hengd­ur eyju­háf­ur,“ sagði í fast­eigna­aug­lýs­ingu á fast­eigna­vef mbl.is þegar íbúðin var aug­lýst til sölu. 

Innréttingar í eldhúsinu eru úr dökkri hnotu.
Inn­rétt­ing­ar í eld­hús­inu eru úr dökkri hnotu.

Hjón­in bjuggu áður við Digra­nes­veg í Kópa­vogi en seldu þá íbúð á dög­un­um á 81.900.000 kr. 

Smart­land ósk­ar Söru og Árna Páli til ham­ingju með íbúðina! 

Tæki frá AEG prýða eldhúsið.
Tæki frá AEG prýða eld­húsið.
Blokkin var teiknuð af Teiknistofunni Tröð og er klædd með …
Blokk­in var teiknuð af Teikni­stof­unni Tröð og er klædd með báru­áli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda