Sara og Árni Páll keyptu 147,9 milljóna útsýnisíbúð

Árni Páll Árnason og Sara Linn­eth Lovísu­dótt­ir Casta­neda.
Árni Páll Árnason og Sara Linn­eth Lovísu­dótt­ir Casta­neda.

Kærustuparið Sara Linneth Lovísudóttir Castaneda og Árni Páll Árnason, rapparinn Herra hnetusmjör, hafa fest kaup á splunkunýrri íbúð í Kópavogi. Um er að ræða 168 fm íbúð í glæsilegri blokk sem byggð var 2024. Íbúðin er á efstu hæð með fallegu útsýni út á sjó. Tvennar svalir eru á íbúðinni og snúa þær í vestur. Svalirnar eru hellulagðar og er heitur pottur á öðrum svölunum. 

Það er því raunverulega hægt að segja að rapparinn, sem hefur sungið um töfra Kópavogs í sönglagatextum sínum, sé að lifa Kópavogsdrauminn til fulls. 

Teiknistofan Tröð hannaði húsið og er burðarvirki hússins staðsteypt með hefðbundnum hætti. Útveggir eru einangraðir að utan og klæddir með báruáli. 

„Innréttingar í eldhúsi eru frá innréttingaframleiðandanum Voke-3 og eru úr dökkri hnotu. Yfirborð hurða- og skúffuforstykkja er úr slitsterku harðplasti sem er þægilegt í umgengni og viðhaldi. Vegghengdir efri skápar eru með innfræstri LED-lýsingu undir skápum í ljósum lit. Borðplötur eru 12 mm þykkar Compact. Eldhúsvaskur er undirlímdur. Eldhús skilast með vönduðum tækjum frá AEG: span-helluborði og bakarofni með innbyggðum hitamæli. Ýmist er gufugleypir innbyggður í efri skáp eða sem lofthengdur eyjuháfur,“ sagði í fasteignaauglýsingu á fasteignavef mbl.is þegar íbúðin var auglýst til sölu. 

Innréttingar í eldhúsinu eru úr dökkri hnotu.
Innréttingar í eldhúsinu eru úr dökkri hnotu.

Hjónin bjuggu áður við Digranesveg í Kópavogi en seldu þá íbúð á dögunum á 81.900.000 kr. 

Smartland óskar Söru og Árna Páli til hamingju með íbúðina! 

Tæki frá AEG prýða eldhúsið.
Tæki frá AEG prýða eldhúsið.
Blokkin var teiknuð af Teiknistofunni Tröð og er klædd með …
Blokkin var teiknuð af Teiknistofunni Tröð og er klædd með báruáli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda