Glæsihús selt á 230 milljónir

Húsið stendur við Laugateig 60 og var selt á dögunum …
Húsið stendur við Laugateig 60 og var selt á dögunum á 230.000.000 kr.

Við Laugateig í Laugardalnum er að finna 322 fm einbýli sem byggt var 1947. Búið er að endurnýja húsið mikið að ýmsu leyti. Árið 2012 voru nýjar innréttingar settar í húsið en þær voru teiknaðar af Rut Káradóttur innanhússarkitekt og sérsmíðaðar inn í húsið. Húsið var auglýst til sölu í vor og fjallaði Smartland ítarlega um húsið. Ásett verð var 235.000.000 kr.

Eldhúsið var hannað af Rut Káradóttur árið 2012.
Eldhúsið var hannað af Rut Káradóttur árið 2012.

Húsið var í eigu Gyða Bergs og Steingrímur Aðalsteinsson en þau keyptu á dögunum einbýlishús við Sunnuveg í Reykjavík. Gunnar Berg Gunnarsson og Þórhildur Baldursdóttir keyptu húsið af Gyðu og Steingrími og greiddu 230.000.000 kr. fyrir það. 

Smartland óskar þeim til hamingju með húsið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda