Garðabæjarhöll Svanhildar Nönnu komin á sölu

Samsett mynd

Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fjárfestir hefur sett glæsihús sitt í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 462 fm einbýli sem reist var 2009. Björgvin Snæbjörnsson arkitekt hannaði hús og Rut Káradóttir innanhússarkitekt endurhannaði húsið að innan á árunum 2016 og 2017. Á þessum árum var húsið bæði tekið í gegn að innan og utan. Fasteignamat hússins er 317.350.000 kr. en óskað er eftir tilboði í húsið. 

Húsið býr yfir mikilli sérstöðu hvað glæsileika varðar. Hátt er til lofts í stofu, eldhúsi og borðstofu og er mikið lagt í smáatriði. Í stofunni er til dæmis sérsmíðuð bókahilla sem nær upp í loft með innfelldri lýsingu. Bakstykkið í bókahillunni er úr kampavínslituðum marmara. Í stofunni er feiknastór arinn sem er klæddur með stálplötum og eru marmaraklæddir veggir á nokkrum stöðum í húsinu. 

Eldhúsinnréttingin er úr bandsagaðri eik og er eyjan klædd með gólfflísum eða þeim sömu og eru á gólfinu í húsinu. Það kemur einstaklega vel út en í eyjunni er vaskur og spanhelluborð með innbyggðum gufugleypi. 

Baðherbergin eru í sama stíl með sama marmara og á veggjum og með innréttingum úr bandsagðri eik. 

Í húsinu er vel búinn æfingasalur en Svanhildur Nanna hefur stundað crossfit að kappi. 

Svanhildur Nanna giftist Grími Garðarssyni eiganda Bestseller á Íslandi fyrir um ári síðan og reka þau fyrirtækið saman í dag. 

Í fyrrasumar festu Svanhildur Nanna og Grímur kaup á einstöku 510 fm við Túngötu í Reykjavík og greiddu fyrir það 575.000.000 kr. Smartland hefur heimildir fyrir því að miklar framkvæmdir standi yfir í húsinu og að Rut Káradóttir, einn virtasti innanhússarkitekt landsins hafi fengið það verkefni að endurhanna glæsihús hjónanna.

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Votakur 5

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda