Helgi á Hraunhamri tekjuhæsti fasteignasali landsins

Helgi Jón Harðarson.
Helgi Jón Harðarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helgi Jón Harðarson sölustjóri og eigandi fasteignasölunnar Hraunhamars í Hafnarfirði er tekjuhæsti fasteignasalinn samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar. Hann var með liðlega 1.999 þúsund krónur á mánuði árið 2023. Helgi selur þó ekki bara fasteignir því hann er þekktur hrossaræktandi. 

Hannes með 1.844 þúsund á mánuði

Hannes Steindórsson fasteignasali á Lind fasteignasölu er næstlaunahæsti fasteignasali landsins með 1.844 þúsund krónur á mánuði. Tekjur hans drógust lítillega saman á síðasta ári því hann var tekjuhæsti fasteignasali landsins 2022. 

Hannes Steindórsson.
Hannes Steindórsson. mbl.is/Arnþór Birkisson

Daði Hafþórsson fasteignasali á Eignarmiðlun var með 1.727 þúsund krónur á mánuði og Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignasali á Remax var með 1.665 þúsund krónur á mánuði. Gunnar Sverrir Harðarson fasteignasali á Remax var með 1.608 þúsund krónur á mánuði. 

Gunnar Sverrir Harðarson.
Gunnar Sverrir Harðarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórey með 1.605 þúsund á mánuði

Þórey Ólafsdóttir fasteignasali á Landmark fasteignasölu var með 1.605 þúsund á mánuði, Ingibjörg Þórðardóttir fasteignasali á Híbýli fasteignasölu var með 1.578 þúsund á mánuði, Jason Guðmundsson fasteignasali á Mikluborg var með 1.356 þúsund á mánuði og Óskar Rúnar Harðarson fasteignasali á Mikluborg var með 1.338 þúsund á mánuði. 

Ingibjörg Þórðardóttir.
Ingibjörg Þórðardóttir.

Greint er frá tekj­um 4.000 Íslend­inga í Tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar sem kom út í dag. Hægt er að nálg­ast blaðið hér. Er þar tekið fram að um sé að ræða út­svars­skyld­ar tekj­ur á ár­inu 2023. Þær þurfi ekki að end­ur­spegla föst laun viðkom­andi. Inn í töl­un­um eru ekki fjár­magn­s­tekj­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda