Keyptu einbýli í Fossvogi á 202 milljónir

Einbýlishúsið var reist 1980 og stendur við Kvistaland í Reykjavík.
Einbýlishúsið var reist 1980 og stendur við Kvistaland í Reykjavík.

Einbýlishúsin í Fossvogi í Reykjavík eru eftirsótt. Í lok febrúar var eitt slíkt auglýst til sölu við Kvistaland. Um er að ræða 231,1 fm einbýli sem reist var 1980. 

Húsið er á hægri hönd þegar keyrt er inn Kvistalandið og í kringum húsið er skjólgóður og stór garður sem vel hefur verið hugsað um. 

Í húsinu, sem er á einni hæð, má finna anddyri, gestasalerni, stofu, borðstofu, eldhús, fjögur svefnherbergi, þvottahús, geymslu og bílskúr. 

Ásett verð var 210.000.000 kr. 

Nú hefur húsið verið selt á 202.000.000 kr. Kaupendur hússins eru Freyr Pálsson verkefnastjóri hjá Vegagerðinni og Lóa Bára Magnúsdóttir markaðsstjóri Origo. Þau keyptu húsið af Guðmundi Arasyni og Margréti Sigurðardóttur. 

Kaupin fóru fram 24. júní og var húsið afhent 24. ágúst. 

Smartland óskar Frey og Lóu til hamingju með húsið! 

Húsið er á einni hæð.
Húsið er á einni hæð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál