Heimili Sunnevu og Benedikts komið á sölu

Sunneva Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason hafa komið sér vel fyrir …
Sunneva Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason hafa komið sér vel fyrir í íbúðinni á síðustu árum. Samsett mynd

Snotur íbúð við Naustavör í Kópavogi er nú komin á sölu. Á heimilinu búa þau Sunneva Einarsdóttir áhrifavaldur og Benedikt Bjarnason, sonur Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra Íslands. 

Benedikt festi kaup á eigninni 8. maí 2020. Síðan þá hefur parið komið sér vel fyrir í íbúðinni ásamt tveimur fjórfætlingum sínum, þeim Bruce og Rómeó. 

Íbúðin er björt og þaðan er sjávarútsýni.
Íbúðin er björt og þaðan er sjávarútsýni. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi í rúmgóðu alrými.
Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi í rúmgóðu alrými. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Falleg litapalletta og heillandi áferð

Íbúðin telur alls 108 fm og er á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 2020. Sunneva og Benedikt hafa innréttað eignina á sjarmerandi máta þar sem ljúf litapalletta og áferð úr náttúrunni eru í forgrunni.

Á heimilinu má sjá hina ýmsu hönnunarmuni sem setja svip sinn á rýmin, þar á meðal hillueiningar eftir sænska arkitektinn Nils Strinning og formfagra N701 sófann sem Jacques Deneef hannaði.

Í íbúðinni eru eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi. Ásett verð er 104.900.000 krónur.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Naustavör 36

Í íbúðinni má sjá fallega hönnunarmuni sem setja svip sinn …
Í íbúðinni má sjá fallega hönnunarmuni sem setja svip sinn á rýmin. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda