Tindur keypti einbýli með stuðlabergshjónarúmi

Tindur Jónsson hefur fest kaup á Furulundi 9.
Tindur Jónsson hefur fest kaup á Furulundi 9. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Tindur Jónsson athafnamaður hefur fest kaup á 307,7 fm einbýlishúsi við Furulund í Garðabæ. Húsið vakt mikla athygli þegar það var fyrst auglýst til sölu á vordögum 2021.

Mögulega vakti það athygli vegna hjónarúms úr stuðlabergi sem prýddi hjónaherbergið. Stuðlabergið var ekki sparað í húsinu því það prýðir ekki bara hjónarúm heldur líka gólfin í húsinu að hluta til og fer ágætlega við eikar-innréttingar sem prýða eldhúsið.

Húsið var reist 1972 og státar af óvenjulegum byggingarstíl eins og krosslaga gluggum og frístandandi arni sem er úti á miðju stofugólfi. Hönnun á arninum er frumleg en þar mætast bæði stuðlaberg og járn sem er skreytt með sérstöku munstri. 

Tindur greiddi 153.000.000 kr. fyrir húsið sem hann keypti af Sigurbirni K. Haraldssyni. 

Tindur bjó áður við Álalind í Kópavogi þar sem hann var eigandi af 138,7 fm íbúð sem er í blokk sem reist var 2017. Óliver Daðason festi kaup á íbúðinni á dögunum og greiddi fyrir hana 158.000.000 kr. 

Smartland óskar Tindi til hamingju með nýja húsið! 

Hjónarúmið vakti sérlega athygli þegar húsið var auglýst til sölu.
Hjónarúmið vakti sérlega athygli þegar húsið var auglýst til sölu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Hér má sjá arinn úr stuðlabergi og stuðlabergs-flísar sem prýða …
Hér má sjá arinn úr stuðlabergi og stuðlabergs-flísar sem prýða gólf í eldhúsi, stofu og borðstofu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Mikið hefur verið lagt í hönnun hússins.
Mikið hefur verið lagt í hönnun hússins. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda