Matilda Djerf opnaði heimilið fyrir Vogue

Sænska tískugyðjan Matilda Djerf á fallegt heimili í Stokkhólmi.
Sænska tískugyðjan Matilda Djerf á fallegt heimili í Stokkhólmi. Samsett mynd

Á undanförnum árum hefur sænska tískugyðjan Matilda Djerf heillað heimsbyggðina með skandinavískri fagurfræði sinni. Hún er þekkt fyrir stílhreinan og afslappaðan fatastíl sinn og heldur úti tískuvörumerkinu Djerf Avenue. 

Djerf er þó ekki einungis smekkleg þegar kemur að fatastílnum heldur einnig heimilisstíl hennar. Á dögunum fékk tískutímaritið Vogue innlit í íbúð hennar í Stokkhólmi.

Eignin er staðsett í húsi sem reist var árið 1890 og býr yfir miklum sjarma. Djerf flutti inn í íbúðina í febrúar síðastliðnum ásamt sambýlismanni sínum, Rasmusi Johansson, og hundinum þeirra. Síðan þá hafa þau gert íbúðina að sinni og er óhætt að segja að útkoman sé glæsileg.

Varð strax heilluð af eiginleikum íbúðarinnar

„Um leið og við Rasmus gegnum inn í þetta hús vissum við að það yrði að verða okkar,“ segir Djerf í viðtalinu. „Ég sá þrjá arna sem virkuðu, hver prýddur glæsilegum skreytingum, og ég bara vissi það ... Það er svo sjaldgæft að finna eiginleika eins og þessa ósnortna í Svíþjóð. Ég býst við að þessi íbúð hafi fengið að sleppa undan drapplituðu naumhyggjustefnunni,“ bætir hún við. 

Djerf og Johannson vildu leggja áherslu á að rými íbúðarinnar væru með rólegu yfirbragði um leið og þau væru hlýleg og notaleg. Á heimilinu mætast nýir og gamlir straumar og skapa einstaka stemningu. Þá skín persónuleiki Djerf einnig í gegnum eignina þar sem hin ýmsu skemmtilegu og litríku smáatriði fá að njóta sín. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál