280 milljóna einbýlishús í Fossvogi vekur athygli

Einbýlishúsið við Láland 20 er sérlega glæsilegt.
Einbýlishúsið við Láland 20 er sérlega glæsilegt. Samsett mynd

Við Láland 20 í Fossvogi er að finna einstakt einbýlishús sem reist var 1975. Húsið er 269 fm að stærð og er alveg við Fossvogsdalinn sjálfan. 

Í eldhúsinu eru svartar sérsmíðaðar innréttingar með granítsteini á borðplötum. Gott skápapláss er í eldhúsinu og mjög stór eyja sem nýtist vel þegar töfra á fram stóra veislu. 

Í eldhúsinu eru svartar sérsmíðaðar innréttingar.
Í eldhúsinu eru svartar sérsmíðaðar innréttingar.

Speglalistaverk á baðherbergi

Aðalbaðherbergið í húsinu er eins og listaverk þar sem samspil spegla og lýsingar mætist á heillandi hátt. Á baðherberginu er frístandandi baðkar og vönduð tæki. 

Takið eftir speglinum á baðherberginu sem er skorinn eins og …
Takið eftir speglinum á baðherberginu sem er skorinn eins og þruma. Sama hönnun heldur áfram í flísunum á gólfinu.

Gott húsgagnaval

Húsið er búið smekklegum húsgögnum. Í stofunni eru tveir Maralunga-sófar úr Casa og stórt Flos-ljós úr sömu verslun. Þar er líka eggið hans Arne Jacobsen í rauðum lit en það fæst í Epal og líka PH-standlampinn sem nýtur sín vel í stofunni. Í þessu rými er múrsteinsklæddur arinn og eru sömu flísar á gólfinu. Franskir gluggar prýða stofuna að hluta til en þar er líka rennihurð sem vísar beint út í garð. 

Í stofunni eru tveir franskir gluggar sem tóna ágætlega við …
Í stofunni eru tveir franskir gluggar sem tóna ágætlega við rennihurðina sem vísar út í garð.
Í stofunni er arinn og eru sömu flísar í kringum …
Í stofunni er arinn og eru sömu flísar í kringum hann og á gólfinu.
Bókahillur ná upp í loft.
Bókahillur ná upp í loft.

Eins og lystigarður 

Garðurinn fyrir utan húsið er eins og listaverk. Hann er ekki bara vel hirtur heldur er þar að finna fallega hannaða og bogadregna verönd og vel skipulagða plönturækt. Fólk sem þekkir Fossvoginn veit að á þessum bletti í Reykjavík er að finna veðursæld án hliðstæðu og því er ekki verra að hafa útisvæðið eins og lystigarð. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Láland 20

Veröndin í kringum húsið er einstaklega falleg.
Veröndin í kringum húsið er einstaklega falleg.
Veröndin er hringlaga eins og sést á myndinni.
Veröndin er hringlaga eins og sést á myndinni.
Veðursældin í Fossvoginum er engri lík.
Veðursældin í Fossvoginum er engri lík.
Húsið var reist 1975.
Húsið var reist 1975.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál