Hættu á toppnum og keyptu glæsihús á 191 milljón

Haukur og Hadda Björk seldu Hrífunes og nú hefur félag …
Haukur og Hadda Björk seldu Hrífunes og nú hefur félag þeirra fest kaup á glæsihúsi í Garðabæ. Samsett mynd

Hjónin Hadda Björk Gísladóttir og Haukur Snorrason hafa gert það gott í ferðaþjónustu en þau ráku Hrífunes Guesthouse með góðum árangri. Á síðasta ári seldu þau hótelið til þess að einbeita sér að öðrum verkefnum í ferðaþjónustu. Þau eru eigendur fyrirtækisins Look North ehf. 

Á dögunum keypti félagið einstakt einbýlishús við Efstalund 9 í Garðabæ. Seljendur hússins eru Úlfar Finsen og Kristín Rut Jónsdóttir, oft kennd við húsgagnaverslunina Módern. Það var Rut Káradóttir innanhússarkitekt sem hannaði húsið að innan og vakti húsið sérlega athygli þegar það var auglýst til sölu. 

Það mun ekki væsa um Höddu Björk og Hauk í nýja húsinu en samhliða kaupunum á Efstalundi 9 settu þau fallegt raðhús sitt við Karfavog á sölu. Um er að ræða 206 fm raðhús sem reist var 1960. Húsið er á tveimur hæðum og státar af fallegum og vel grónum garði sem snýr í suður. Heimili hjónanna er glæsilegt og vel skipulagt og hefur verið endurnýjað mikið á síðustu árum. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Karfavogur 22

Húsið við Efstalund er einstakt á svo margan hátt. Innréttingar, …
Húsið við Efstalund er einstakt á svo margan hátt. Innréttingar, skipulag og almenn fágun einkenna húsið. Ljósmynd/Kristján Orri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda