Módern-hjónin keyptu höll Bergs kíró

Úlfar Finsen og Kristín Rut Jónsdóttir festu kaup á húsi …
Úlfar Finsen og Kristín Rut Jónsdóttir festu kaup á húsi eftir Kjartan Sveinsson.

Hjónin í húsgagnaversluninni Módern, Úlfar Finsen og Kristín Rut Jónsdóttir, hafa fest kaup á 310,2 fm einbýlishúsi í Garðabæ sem reist var 1992. Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni. Hjónin keyptu húsið af Bergi Konráðssyni kírópraktor og Ingu Lóu Bjarnadóttur. 

Úr hús­inu er fal­legt út­sýni yfir Garðabæ­inn og er garður­inn í kring­um húsið sér­lega glæsi­leg­ur. Fyr­ir fram­an húsið mæt­ast hell­ur og viðar­pall­ar úr Jatobavið. Tré koma upp úr viður­pall­in­um og er steypt hús­núm­er fyr­ir fram­an húsið.

Þegar inn er komið tek­ur heill heim­ur við af feg­urð. Fiski­beinap­ar­ket, vandaðar inn­rétt­ing­ar og smart hús­gögn skapa fal­lega heild­ar­mynd. An­tík og klass­ísk hönn­un mæta lista­verk­um og lömp­um sem skapa ákveðna heild. 

Í hjóna­her­berg­inu eru Bose-hljóm­tæki og fylgja þau með hús­inu. 

Húsið er við Óttuhæð í Garðabæ.
Húsið er við Óttuhæð í Garðabæ.

Keypt og selt

Úlfar og Kristín Rut seldu sitt fallega einbýli í Garðabæ í dögunum eins og greint var frá á Smartlandi í gær: 

Úlfar og Kristín greiddu 230.000.000 kr. fyrir einbýli við Óttuhæð og óskar Smartland þeim hjartanlega til hamingju með kaupin! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda