Hákon og Ingibjörg selja höllina

Hákon Hákonarson og Ingibjörg Kristófersdóttir.
Hákon Hákonarson og Ingibjörg Kristófersdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Kaupmannshjónin Hákon Hákonarson og Ingibjörg Kristófersdóttir, sem reka verslanirnar Herragarðinn, Mathildu og Englabörn svo einhverjar séu nefndar, hafa sett glæsihús sitt á sölu. 

Um er að ræða 319 fm einbýli sem reist var 1974. Ásett verð er 229.000.000 kr.

Hákon og Ingibjörg festu kaup á húsinu árið 2001 og hafa síðan þá nostrað við það og sinnt viðhaldi af alúð. 

Eldhúsið er einstaklega fallegt en það var endurnýjað árið 2015.
Eldhúsið er einstaklega fallegt en það var endurnýjað árið 2015.
Eldhúsið flæðir inn í borðstofu eins og sést á þessari …
Eldhúsið flæðir inn í borðstofu eins og sést á þessari ljósmynd.

Í eldhúsinu er súkkulaðibrún bæsuð eikarinnrétting, höldulaus og með gripum, sem var sérsmíðuð hjá Fagus. Marmaraborðplötur prýða innréttinguna og er þar allt til alls eins og tveir bakaraofnar, stór amerískur ísskápur og innfeldur vínkælir. 

Eldhúsið var endurnýjað 2015 og þá var líka skipt um gólfefni á hæðinni. Heimili hjónanna er búið fallegum húsgögnum, listaverkum og ljósum.

Húsið er á tveimur hæðum og stendur á góðum stað …
Húsið er á tveimur hæðum og stendur á góðum stað í Bústaðahverfinu. Kringum húsið er gróinn garður.

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Byggðarendi 23

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál