Ísold og Una selja íbúðina í Álfheimum

Ísold Uggadóttir og Una Lind Hauksdóttir hafa sett íbúð sína …
Ísold Uggadóttir og Una Lind Hauksdóttir hafa sett íbúð sína á sölu. Samsett mynd

Kvikmyndagerðarkonan Ísold Uggadóttir og sambýliskona hennar, Una Lind Hauksdóttir, hafa sett íbúð sína við Álfheima í Reykjavík á sölu. Eignin telur 95 fm og er á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1960.

Stofa og borðstofa eru samliggjandi í rúmgóðu og björtu alrými. Ljúfur og ljós sægrænn litur prýðir veggi rýmisins og tónar fallega við brúna viðartóna sem eru áberandi í húsgögnum. Stórir gluggar hleypa mikilli birtu inn í rýmið, en þaðan er einnig útgengt á suðursvalir.

Listaverk prýða veggi stofunnar.
Listaverk prýða veggi stofunnar.
Sægræni liturinn tónar fallega við húsgögnin.
Sægræni liturinn tónar fallega við húsgögnin. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Retró-ísskápur og fagurblátt eldhús

Eldhúsið er einnig bjart með stórum glugga og fagurblárri innréttingu. Þá setur sjarmerandi retró-ísskápur frá Smeg svip sinn á rýmið, en hann er í svipuðum sægrænum tón og prýðir stofuna.

Eignin státar af tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi, þar af rúmgóðu hjónaherbergi. Ásett verð er 71.900.000 krónur.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Álfheimar 66

Í eldhúsinu má sjá panel á veggjum.
Í eldhúsinu má sjá panel á veggjum. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Smeg-ísskápurinn setur punktinn yfir i-ið.
Smeg-ísskápurinn setur punktinn yfir i-ið. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál