Langar þig að búa í Undralandi?

Húsið stendur á fallegum stað í Reykjahverfi í Mosfellsbæ.
Húsið stendur á fallegum stað í Reykjahverfi í Mosfellsbæ. Samsett mynd

Á fallegum stað í Reykjahverfi í Mosfellsbæ er að finna heillandi endaraðhús á tveimur hæðum sem kallast Undraland. Húsið var reist árið 1989 og telur alls 244 fm, en það hefur verið mikið endurnýjað á undanförnum árum.

Á neðri hæðinni eru eldhús, stofa og borðstofa samliggjandi í björtu og opnu rými. Fallegur ljós efniviður á gólfi og í loftum gefur rýminu skandinavískt yfirbragð ásamt bitum í lofti. Þá skapa stórir gluggar sjarmerandi stemningu. 

Eldhúsið er bjart og opið.
Eldhúsið er bjart og opið. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Á gólfum eru olíuhvíttaðar furufjalir.
Á gólfum eru olíuhvíttaðar furufjalir. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Áferð og litapalletta innblásin af náttúrunni

Í eldhúsinu er stílhrein hvít innrétting með góðu vinnu- og skápaplássi ásamt rúmgóðri eldhúseyju. Rýmið er afar bjart og opið, en þaðan er útgengt á góðan sólpall um sérlega fallega tvöfalda hurð.

Í stofunni hefur kalkmálning verið notuð á einn af veggjunum sem gefur rýminu skemmtilegan karakter, en áferð og litapalletta úr náttúrunni eru í forgrunni í eigninni. Gengið er upp á efri hæðina frá stofunni um sérsmíðaðan stiga.

Alls eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi í húsinu. Ásett verð er 99.900.000 krónur.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Undraland

Fallegur stigi liggur upp á efri hæð hússins.
Fallegur stigi liggur upp á efri hæð hússins. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Nýlegur snyrtilegur sólpallur er við húsið.
Nýlegur snyrtilegur sólpallur er við húsið. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál