Áshildur keypti íbúð Björns Zoëga

Áshildur Bragadóttir.
Áshildur Bragadóttir.

Áshildur Bragadóttir endurmenntunarstjóri Landbúnaðarháskóla Íslands hefur fest kaup á íbúð við Bólstaðahlíð í Reykjavík. Íbúðina keypti hún af Birni Zoëga framkvæmdastjóra King Faisal Special­ist Hospital and Rese­arch Centre í Sádi-Ar­ab­íu. Björn var áður for­stjóri Land­spít­al­ans og Karol­inska-há­skóla­sjúkra­húss­ins í Stokk­hólmi í Svíþjóð. Hann var orðaður við for­setafram­boð áður en hann flutti til­ Sádí-Ar­ab­íu. 

Áshildur greiddi 160.000.000 kr. fyrir íbúðina. Kaupin fóru fram 1. júlí og fékk hún íbúðina afhenta 15. september. 

Um er að ræða 225 fm íbúð sem er í húsi sem reist var 1949. Íbúðin var ferlega smart innréttuð og hafði að geyma undursamlega falleg húsgögn í mildum litum eftir þekkta norræna húsgagnahönnuði. Í eld­hús­inu eru hvít­ar sprautulakkaðar inn­rétt­ing­ar með svartri granít-borðplötu. Í kring­um Am­er­ísk­an-ís­skáp eru sér­smíðaðar hill­ur sem setja svip sinn á eld­húsið. 

Lita­valið á íbúðinni er feyki­lega smekk­legt en þar má sjá græn­an lit sem minn­ir á árin í kring­um 1950 og svo er ljós­grár lit­ur notaður á móti sem er ný­tísku­legri. 

Horft úr stof­unni inn í borðstofu. Græni lit­ur­inn á veggj­un­um …
Horft úr stof­unni inn í borðstofu. Græni lit­ur­inn á veggj­un­um minn­ir á árin í kring­um 1950.

Áshildur seldi verðlaunahús 

Á dögunum seldi Áshildur 297 milljóna verðlaunahús í Kópavogi. Húsið er við Laxalind í Kópavogi og var teiknað af Birni Snæbjörnssyni arkitekt, bæði að utan og innan. 

Smartland óskar Áshildi til hamingju með íbúðina! 

Hér má sjá einbýlishúsið við Laxalind sem Áshildur seldi á …
Hér má sjá einbýlishúsið við Laxalind sem Áshildur seldi á dögunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda