Keramikerinn og listakonan, Hulda Katarína Sveinsdóttir, hefur sett dásamlega íbúð á Grettisgötu til sölu. Mikill karakter er í íbúðinni og hefur hún verið gerð upp á heillandi hátt.
Íbúðin er á annarri hæð í fallegu húsi á Grettigötu 2 í hjarta Reykjavíkur. Íbúðin er þriggja herbergja, mjög björt, opin og er með upprunalegum gólfborðum sem búa yfir miklum sjarma. Lofthæð íbúðarinnar er um 2,70 metrar. Sérstakur múrsteinsveggur hefur verið gerður upp og gerir mikið fyrir íbúðina.
Sjá á fasteignavef mbl.is: Grettisgata 2