159 milljóna funkíshús eftir Kjartan Sveinsson

Ásett verð er 159.000.000 krónur.
Ásett verð er 159.000.000 krónur. Samsett mynd

Við Eikjuvog í Reykjavík er að finna skemmtilega skipulagt einbýlishús í funkís stíl sem Kjartan Sveinsson arkitekt teiknaði. Húsið telur 195 fm og var reist árið 1967, en það hefur hlotið þó nokkrar endurbætur á síðustu árum.

Eldhús og borðstofa eru samliggjandi í opnu og björtu rými með mikilli lofthæð. Fallegur þakgluggi gefur rýminu fallega birtu og skapar skemmtilega stemningu. Eldhúsið er rúmgott með stílhreinni dökkri innréttingu og góðu skápa- og vinnuplássi.

Frá eldhúsrýminu er gengið inn í tvær samliggjandi stofur. Í annarri þeirra má sjá flottan arinn með Drápuhlíðargrjóti sem setur svip sinn á rýmið. Frá stofu er útgengt á verönd til suðurs með palli, en í kringum húsið er stór og gróin lóð. 

Eignin státar af fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Ásett verð er 159.000.000 krónur. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Eikjuvogur 5

Borðstofan er opin og björt með skemmtilegum þakgluggum.
Borðstofan er opin og björt með skemmtilegum þakgluggum. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Í eldhúsi er dökk innrétting sem er stílhrein með góðu …
Í eldhúsi er dökk innrétting sem er stílhrein með góðu vinnu- og skápaplássi. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Arininn í stofunni setur svip sinn á rýmið.
Arininn í stofunni setur svip sinn á rýmið. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda