Tónlistarmaðurinn Samúel Jón Samúelsson, oft kenndur við hljómsveitina Jagúar, og eiginkona hans, Kristín Bergsdóttir söngkona og lagahöfundur, hafa fest kaup á kjallaraíbúð við Sörlaskjól í Reykjavík. Íbúðin er 70,1 fm að stærð. Þetta er ekki fyrsta íbúðin sem hjónin kaupa í húsinu því þau festu kaup á miðhæðinni árið 2018.
Miðhæðin er 152 fm að stærð með fallegu útsýni. Fjölskyldan bjó áður í gamla Vesturbænum en hefur nú fest rætur í 107 Reykjavík þar sem þykir eftirsótt að búa. Húsið var reist 1952.
Í húsinu eru þrjár íbúðir í heild sinni og eiga hjónin nú tvær þeirra eða samtals um 222 fm.
Í vor var þriðja íbúðin í húsinu, risíbúðin, auglýst til sölu en hún hefur ekki verið seld.