Forstjóri tryggingafélagsins VÍS, Guðný Helga Herbertsdóttir og eiginmaður hennar, Pétur Rúnar Pétursson flugstjóri hjá Icelandair hafa fest kaup á glæsihúsi í Garðabæ. Hjónin greiddu 355.000.000 kr. fyrir húsið.
Um er að ræða 293 fm einbýli sem reist var 1970. Húsið keyptu þau af Hafsteini Hasler sem keypti húsið af Jóhanni R. Benediktssyni fyrrverandi sýslumanni á Keflavíkurflugvelli og eiginkonu hans, Sigríði Guðrúnu Guðmundsdóttur.
Kaupin fóru fram 7. júlí og fá Guðný Helga og Pétur Rúnar húsið afhent 1. október.
Guðný Helga og Pétur Rúnar bjuggu áður við Holtsbúð 51 í Garðabæ.
Nú hefur þetta ríkulega einbýli verið selt á 204.000.000 kr. Kaupendur eru Ásdís Kjartansdóttir og Andri Úlriksson sem eru með lögheimili í Danmörku.
Smartland óskar öllum aðilum til hamingju með fasteignakaupin!