Jón Davíð og Birgitta selja glæsihús í 101

Eldhúsið er undir svölunum sem voru sérhannaðar inn í húsið.
Eldhúsið er undir svölunum sem voru sérhannaðar inn í húsið.

Jón Davíð Davíðsson, stofnandi tískuverslunarinnar Húrra, og Birgitta Maren Einarsdóttir, viðskiptafræðingur í Kviku banka, hafa sett glæsihús sitt á sölu. Um er að ræða afar sérstakt og eitursmart heimili. Heimili án hliðstæðu. 

Húsið er við Grettisgötu í 101 Reykjavík og er 191 fm að stærð. Það var reist 1923. Jón Davíð og Birgitta Maren festu kaup á íbúðinni í nóvember 2022 og hafa síðan þá lyft grettistaki. 

Það er örugglega mjög skemmtilegt að elda mat í þessu …
Það er örugglega mjög skemmtilegt að elda mat í þessu fallega eldhúsi.
Í stofunni mætir ítalskur hönnunarsófi útsaumsverki og heillandi glerborði.
Í stofunni mætir ítalskur hönnunarsófi útsaumsverki og heillandi glerborði.

Pétur Maack hannaði

Pétur Maack arkitekt hannaði breytingarnar en þar er að finna steypt milliloft á stálundirstöðum sem gefur heimilinu mikinn sjarma. 

Í eldhúsinu eru sérsmíðaðar innréttingar frá Beyki en þar setur risastór eyja svip sinn á heimilið. Innréttingar eru úr hnotu og er náttúrusteinn á borðplötum. Í eyjunni er gaseldavél og vaskur þannig að sá sem fær það hlutverk að elda fyrir gesti þarf ekki að snúa baki í fólk.

Heimilið í heild sinni er búið heillandi og eigulegum húsgögnum, listaverkum og skrautmunum. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Grettisgata 50b

Horft úr stofu upp á svalirnar sem prýða íbúðina.
Horft úr stofu upp á svalirnar sem prýða íbúðina.
Bárujárn er í loftunum.
Bárujárn er í loftunum.
Horft úr eldhúsi inn í stofu og borðstofu.
Horft úr eldhúsi inn í stofu og borðstofu.
Fataherbergið er sérlega vel skipulagt.
Fataherbergið er sérlega vel skipulagt.
Það skiptir máli að hafa góða lýsingu í fataherbergi.
Það skiptir máli að hafa góða lýsingu í fataherbergi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda