56 fm útsýnisíbúð á besta stað

Úr borðstofunni er fallegt útsýni yfir á Perluna.
Úr borðstofunni er fallegt útsýni yfir á Perluna. Ljósmynd/Fagmyndun

Við Háteigsveg 40 er að finna 56 fm risíbúð sem hefur að geyma ógleymanlegt útsýni. Íbúðin er að hluta til undir súð og er gólfflöturinn stærri eða 70 fm. Íbúðin er á efstu hæð í húsi sem reist var 1948. 

Íbúðin hefur verið endurnýjuð töluvert og var eldhúsið fært inn í stofu. Þar er blá innrétting með ljósum borðplötum. Í eldhúsinu er amerískur ísskápur, vínkælir og eyja með spanhelluborði. 

Stór gluggaveggur prýðir eldhúsið og borðstofuna og úr rýminu er útgengi út á útsýnissvalirnar þar sem Perlan skartar sínu fegursta. 

Ljósmynd/Fagmyndun

Nýlegt baðherbergi 

Á baðherberginu eru nýlegar flísar og innréttingar. Marokkósk munstur prýðir gólfflísarnar en á veggjum eru stórar steingráar flísar sem þykja klassískar. Allt fer þetta vel við hvítar innréttingu með fulningahurðum. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Háteigsvegur 40

Ljósmynd/Fagmyndun
Ljósmynd/Fagmyndun
Ljósmynd/Fagmyndun
Ljósmynd/Fagmyndun
Ljósmynd/Fagmyndun
Ljósmynd/Fagmyndun
Ljósmynd/Fagmyndun
Ljósmynd/Fagmyndun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda