Magnús og Harpa selja gleðihúsið í Grafarvogi

Magnús Lárusson og Harpa Ómarsdóttir hafa sett sitt fallega hús …
Magnús Lárusson og Harpa Ómarsdóttir hafa sett sitt fallega hús á sölu. mbl.is/Árni Sæberg

Magnús Lárusson, framkvæmdastjóri og eigandi Prósjoppunnar, og Harpa Ómarsdóttir, stofnandi Blondie og eigandi Hár akademíunnar, hafa sett sitt fallega hús á sölu. Um er að ræða 197 fm parhús sem reist var 1991. 

Eignin hefur veitt þeim mikla gleði sem er kannski ekki skrýtið því úr húsinu er einstaklega fallegt útsýni. Útsýni yfir Reykjavíkurborg, Faxaflóa og Viðey. 

Í stofunni er hátt til lofts og vítt til veggja.
Í stofunni er hátt til lofts og vítt til veggja. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Grænn flauelsstóll með kögri setur svip sinn á stofuna.
Grænn flauelsstóll með kögri setur svip sinn á stofuna. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson

Smart hönnun! 

Eldhúsið og stofan tengjast. Í eldhúsinu er svört höldulaus innrétting með dökkgráum borðplötum. Eldhúsið er málað grænt sem fer vel við mararaklæðningu sem prýðir einn vegg í eldhúsinu. 

Það er hátt til lofts í stofunni og er einn af vegg stofunnar er málaður í sama lit og veggurinn í eldhúsinu. Stofan er búin fallegum húsgögnum eins og flauelsstól með kögri, hringborði og Nogucuchi borði.

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Baughús 33

Svört innrétting prýðir eldhúsið.
Svört innrétting prýðir eldhúsið. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Það er einstakt útsýni úr eldhúsinu.
Það er einstakt útsýni úr eldhúsinu. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Marmaraveggur setur svip á eldhúsið.
Marmaraveggur setur svip á eldhúsið. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Hringlaga borðstofuborð fer vel í rýminu.
Hringlaga borðstofuborð fer vel í rýminu. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Í stofunni er brúnbleikur veggur sem er hlaðinn listaverkum.
Í stofunni er brúnbleikur veggur sem er hlaðinn listaverkum. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með flísum með …
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með flísum með marmaraáferð. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Horft yfir garðinn.
Horft yfir garðinn. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda