Við Laxalind í Kópavogi er að finna fallega hannað 242 fm parhús á tveimur hæðum sem reist var árið 2000. Eignin hefur verið innréttuð á fallegan máta, en allar innréttingar eru sérsmíðaðar og hannaðar af innanhússarkitektunum Berglindi Berndsen og Helgu Sigurbjarnadóttur. Húsið var auglýst til sölu í mars og var ásett verð 169.000.000 kr. Nú hefur húsið verið selt á yfirverði eða tíu milljónum yfir ásettu verði.
Seljendur hússins eru Sigurður Stefánsson og Stella María Ármann Björnsdóttir. Þau seldu húsið á 179.000.000 kr. og eru kaupendur Berglind Kristjánsdóttir og Karl Steinar Garðarsson.
Smartland óskar þeim til hamingju með nýja húsið!