Steinbergur fluttur í Kakókastalann

Steinbergur Finnbogason er kominn með lögheimili í Kakókastalanum.
Steinbergur Finnbogason er kominn með lögheimili í Kakókastalanum. Samsett mynd

Lögmaðurinn Steinbergur Finnbogason hefur flutt lögheimili sitt og er nú fluttur í hinn landsþekkta Kakókastala. Kakókastalinn er í eigu Helga Jean Classen, fjölmiðlamanns og grínista, en Smartland fylgdist með því þegar húsnæðið var endurnýjað á árunum 2020 til 2021. 

Steinbergur og Helgi hafa þó ekki hafið sambúð því í húsinu eru þrjár íbúðir og býr Helgi í einni þeirra og svo eru tvær í útleigu. Inni á Smartlandi er að finna 10 þætti sem sýna frá ferlinu en Helgi Jean fór ótroðnar slóðir við innréttingu og endurnýjun á húsinu. 

Helgi Jean var djarfur þegar hann keypti húsið sem var …
Helgi Jean var djarfur þegar hann keypti húsið sem var hans fyrsta fasteign.

Glæsihús auglýst til sölu! 

Steinbergur auglýsti einbýlishús sitt í Breiðholti til sölu á dögunum og var fjallað um húsið á Smartlandi. Húsið hefur ekki verið selt en Steinbergur á 50% hlut í því á móti Hrafnhildi Valdimarsdóttur sem er með lögheimili í húsinu ásamt afkvæmum þeirra tveggja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda