Arkitekt selur vel hannað raðhús í Garðabæ

Baldur Svavarsson arkitekt hefur sett sitt einstaka raðhús í Garðabæ …
Baldur Svavarsson arkitekt hefur sett sitt einstaka raðhús í Garðabæ á sölu. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Baldur Svavarsson arkitekt á Úti Inni arkitektastofunni hefur sett sitt einstaka raðhús í Garðabæ á sölu. Húsið var reist 1974 og er 206 fm að stærð. 

Baldur hefur hlúð vel að húsinu í gegnum tíðina og er búið að skipa um eldhúsinnréttingu og taka baðherbergi í gegn. Heimilið er arkitektalegt og veitir fólki, sem elskar Cassina-tímabilið í kringum 1980, taumlausan innblástur. Að sjá þessa samsetningu á sófum, sófaborðum og listaverkum gleður augað. 

Látlausar innréttingar sem trufla ekki húsgögnin 

Í eldhúsinu eru látlausar hvítar sprautulakkaðar innréttingar með þunnum borðplötum. Eldhúsið er mjög stílhreint og flæðir á áreynslulausan hátt út í horn og inn í önnur rými. Eldhússkáparnir flæða yfir í stofuna og er hugsun á bak við röðun á skápum. Þar er pláss fyrir DVD-myndir og fleira sem gerir heimili að heimili. Þegar horft er inn í eldhús úr stofunni þá er ekkert sem truflar augað og er innskotið með ljósu hillunum vel heppnað.

Innréttingar í eldhúsi eru látlausar og praktískar.
Innréttingar í eldhúsi eru látlausar og praktískar. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Horft inn í eldhús úr borðstofunni. Takið eftir hillunum við …
Horft inn í eldhús úr borðstofunni. Takið eftir hillunum við endann. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Cassina-elskendur taka andköf 

Stofan er æði. Þar er að finna sófa og stóla eftir Vico Magistretti sem komu á markað 1983 hjá ítalska húsgagnamerkinu Cassina. Þar er líka glerborðið Tavolo con Ruote eftir Gae Aulenti sem fæst hérlendis í Casa eins og önnur húsögn frá Cassina. Samspilið gleður augað. 

Punkturinn yfir i-ið er Wink-stóllinn eftir Toshiyuki Kita sem kom á markað hjá Cassina 1980 en hann er einn og sér í bókastofunni og kemur vel út eins og sést á ljósmyndum. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Hlíðarbyggð 14

Eldhúsinnréttingin flæðir inn í stofu.
Eldhúsinnréttingin flæðir inn í stofu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Hér má sjá Cassina-sófann og stólana sem setja mikinn svip …
Hér má sjá Cassina-sófann og stólana sem setja mikinn svip á stofuna. Um er að ræða hönnun frá 1983. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Glerborðið á hjólunum er alltaf fallegt.
Glerborðið á hjólunum er alltaf fallegt. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Hér má sjá Wink-stólinn í bókastofunni.
Hér má sjá Wink-stólinn í bókastofunni. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Wink-stóllinn er svo mikið æði.
Wink-stóllinn er svo mikið æði. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Horft úr eldhúsi inn í borðstofu og stofu.
Horft úr eldhúsi inn í borðstofu og stofu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Hvíti liturinn prýðir veggi og loft.
Hvíti liturinn prýðir veggi og loft. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Eldhúsið er þremur tröppum fyrir ofan bókastofuna.
Eldhúsið er þremur tröppum fyrir ofan bókastofuna. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Veggplássið er nýtt vel fyrir bækur.
Veggplássið er nýtt vel fyrir bækur. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Baðherbergið er stílhreint.
Baðherbergið er stílhreint. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Í kringum húsið er vel hirtur garður.
Í kringum húsið er vel hirtur garður. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Húsið er fallegt að utan.
Húsið er fallegt að utan. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda