Sigvaldahús við Ægisíðu selt á 320 milljónir

Hér má sjá einbýlishús við Ægisíðu 46 en verið að …
Hér má sjá einbýlishús við Ægisíðu 46 en verið að vinna að endurbótum á húsinu. mbl.is/Eyþór Árnason

Glæsilegt einbýlishús við Ægisíðu 46 hefur verið selt í skúffunni en húsið var ekki auglýst til sölu. Wings Capital hf. er kaupandi hússins og greiddi félagið 320.000.000 kr. fyrir húsið. Wings Capital hf. keypti húsið var Árna Þór Bjarnasyni og Ásdísi Öldu Þorsteinsdóttur. 

Wings Capital hf. var stofnað 2012 af Davíð Mássyni og Halldóri Hafsteinssyni. Þeir eru oft kenndir við flugfélögin Air Atlanta og Avion en það síðarnefnda leigði flugfélaginu WOW air þotur á sokkabandsárum flugfélagsins. Í kaupsamningi kemur fram að Halldór beri ábyrgð á þessum fasteignakaupum Wings Capital hf. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fasteignakaup Wings Capital hf. rata í fréttir. Í fyrra seldi félagið einstakt einbýli við Bergstaðastræti. 

Sigvaldahús á fallegum stað

Húsið við Ægisíðu 46 var reist 1953 og er 390 fm að stærð. Það var teiknað af Sigvalda Tordarsyni, sem var einn virtasti og afkastamesti arkitekt landsins.

Í dag eru tvö hús eftir Sigvalda Thordarson við Ægisíðu en þetta hús, númer 46, hefur oft fallið í skuggann af Ægisíðu 82 sem nú er í eigu Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarmanns og var áður í eigu Guðbjargar Sigurðardóttur kvikmyndaframleiðanda. 

Húsið er lagskipt og heillandi, með örlítið hallandi þaki, svölum og bílskúr. 

Loji Höskuldsson listamaður heldur úti Instagram-reikningi um Sigvalda-hús sem aðdáendur arkitektsins hafa án efa unun af að skoða: 

View this post on Instagram

A post shared by Loji Höskuldsson (@lojiho)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda