Ofursmart raðhús í Úlfarsárdal

Skipt var um innréttingar í húsinu og það tekið í …
Skipt var um innréttingar í húsinu og það tekið í gegn. Ljósmynd/Gunnar Bjarki

Við Úlfarsbraut í Úlfarsárdal er að finna 207 fm raðhús sem reist var 2008. Húsið stendur á fallegum stað þar sem íslensk náttúra fær að njóta sín sem best.

Búið er að endurhanna húsið töluvert á síðustu árum. Skipt hefur verið um innréttingar og gólfefni svo eitthvað sé nefnt. 

Nýjar innréttingar

Í eldhúsinu er falleg innrétting frá HTH og er kvartsteinn á eyjunni. Loftið er tekið niður í eldhúsinu sem skapar meiri dýpt í hönnunina. Í eldhúsinu er bekkur þannig að hægt er að hafa það huggulegt við matarborðið eða bara ef einhver einn vill slappa af meðan einhver annar eldar matinn. 

Eldhús og stofa eru í sameiginlegu rými og er allt rýmið málað í mildum litum sem tónar við gluggatjöld og húsgögn. 

Á gólfunum er fiskibeinaparket en á baðherbergjum eru flísar. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Úlfarsbraut 34

Í eldhúsinu eru innréttingar frá HTH.
Í eldhúsinu eru innréttingar frá HTH. Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Horft inn í rýmið þar sem eldhús og stofa mætast.
Horft inn í rýmið þar sem eldhús og stofa mætast. Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Í eldhúsinu er borðkrókur þar sem hægt er að hafa …
Í eldhúsinu er borðkrókur þar sem hægt er að hafa það náðugt. Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Í eldhúsinu er tækjaskápur sem er klæddur að innan með …
Í eldhúsinu er tækjaskápur sem er klæddur að innan með viðarklæðningu. Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Veggir og gluggatjöld passa við innréttingarnar.
Veggir og gluggatjöld passa við innréttingarnar. Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Á heimilinu er að finna marga fallega skrautmuni.
Á heimilinu er að finna marga fallega skrautmuni. Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Horft úr stofunni inn í forstofu.
Horft úr stofunni inn í forstofu. Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Gólfsíð gluggatjöld prýða stofuna.
Gólfsíð gluggatjöld prýða stofuna. Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Hjónaherbergið er hlýlegt en við rúmið er fallegur gafl.
Hjónaherbergið er hlýlegt en við rúmið er fallegur gafl. Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Inn af hjónaherberginu er fataherbergi.
Inn af hjónaherberginu er fataherbergi. Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Á baðherberginu eru sérsmíðaðar innréttingar.
Á baðherberginu eru sérsmíðaðar innréttingar. Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Fiskibeinaparketið á gólfunum er vel lagt.
Fiskibeinaparketið á gólfunum er vel lagt. Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Hringlaga spegill prýðir gestasalerni.
Hringlaga spegill prýðir gestasalerni. Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Ljósmynd/Gunnar Bjarki
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda