Gestur Breiðfjörð keypti höll í Arnarnesi

Gestur Breiðfjörð Gestsson hefur fest kaup á Blikanesi 24.
Gestur Breiðfjörð Gestsson hefur fest kaup á Blikanesi 24. Samsett mynd

Gestur Breiðfjörð Gestsson viðskiptamaður hefur fest kaup á ríkulegu einbýlishúsi við Blikanes í Arnarnesi Garðabæjar. Um er að ræða 398 fm einbýli sem reist var 1968. Húsið stendur á stórri lóð sem er 1300 fm að stærð. Húsið stendur á hornlóð og er stór garður í kringum húsið sem hefur verið nostrað við í gegnum tíðina. 

Gegnheilt parket og önnur flottheit

Gestur keypti húsið af Unni Maríu S. Ingólfsdóttur og Thomasi J. Stanklewicz Ernst en húsið var auglýst til sölu í maí 2023 en þá höfðu þau fest kaup á húsi í Skerjafirði. 

„Gegn­heilt par­ket úr hlyn í hæsta gæðaflokki er á hæðinni allri, auk þess sem all­ar hurðir eru úr hlyn sem og all­ar inn­rétt­ing­ar. Þrjár sér hannaðar og sér­smíðaðar renni­h­urðir aðskilja opin rými. Sér hannaður og ein­stak­lega fal­leg­ur ar­inn prýðir miðstof­una, hlaðinn með Drápu­hlíðargrjóti,“ sagði í fast­eigna­lýs­ingu á fast­eigna­vef mbl.is en þar kom fram að ásett verð væri 289.000.000 kr. 

Vanur fínum mannabústöðum! 

Gestur er ekki óvanur glæsilegum húsakynninum því hann á helmingshlut í glæsihúsi sem stendur við Votakur 1 í Akrahverfi Garðabæjar. Hinn helminginn í húsinu á fyrri kona hans, Anna María Sigurðardóttir jógakennari. Húsið var auglýst til sölu í sumar og er ennþá óselt. Eftir skilnaðinn tók hann upp ástarsamband við Önnu Lilju Johansen. 

Smartland óskar Gesti til hamingju með nýja húsið! 

Húsið við Blikanes er einstakur mannabústaður.
Húsið við Blikanes er einstakur mannabústaður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda