Ási keypti lúxusíbúð Heiðars Helgusonar

Ásgrímur Geir Logason eða Ási er með hlaðvarpsþáttinn Betri helmingurinn …
Ásgrímur Geir Logason eða Ási er með hlaðvarpsþáttinn Betri helmingurinn hefur fest kaup á íbúð. Ljósmynd/Aðsend

Ásgrímur Geir Logason, leikari og hlaðvarpsstjarna í Betri helmingurinn með Ása, og Katrín Ósk Þorsteinsdóttir hafa fest kaup á 203.6 fm íbúð í Kópavogi. Íbúðin er í blokk sem reist var 2021. Hún var áður í eigu Heiðars Helgusonar fótboltamanns og vakti athygli hérlendis þegar hún var auglýst til sölu.

Íbúðin er hreinræktuð lúxusíbúð og hefur að geyma allt það helsta sem lúxussækið fólk vill hafa í nærumhverfi sínu. Íbúðin er á tveimur hæðum og í eldhúsinu eru sérsmíðaðar innréttingar. 

Hvít sprautu­lökkuð inn­rétt­ing kúr­ir af­slöppuð upp við vegg en fyr­ir fram­an hana er að finna eyju með viðar­h­urðum. Smart­heit­in eru römmuð inn með Dekt­on­borðplötu sem nær upp á vegg. Um er að ræða einn vin­sæl­asta stein­inn í dag en hann er fram­leidd­ur úr 100% end­urunn­um steinefn­um og rispast lítið og er mjög hitaþol­inn. Þetta er hið full­komna borðplötu­efni fyr­ir fólk með fjöl­at­hygli sem gleym­ir alltaf að setja hitaplatta und­ir þegar það tek­ur fransk­ar úr ofn­in­um.

Eldhúsið er sérlega lekkert og smart með hinum vinsæla Dektonsteini …
Eldhúsið er sérlega lekkert og smart með hinum vinsæla Dektonsteini sem er verksmiðjuframleiddur og þolir allt.

Rígheldur í Kópavog

Ásgrímur bjó áður við Sunnusmára í Kópavogi en það hafa orðið ýmsar breytingar á högum hans síðustu misseri. Hann ákvað til dæmis að læra hárgreiðslu og er verðandi hársnyrtir og svo hann ástina á ný eftir sambandsslit. Ási og Katrín eru sem sagt frekar nýlegt par en sambandið er komið á ákveðið stig fyrst þau keyptu saman 142.000.000 kr. íbúð. 

Smartland óskar Ása og Katrínu hjartanlega til hamingju með þessa flottu íbúð! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda