Á veturna er tilvalið að gera heimilið hlýlegra, skipta nokkrum hlutum út og leggja áherslu á notalega birtu. Við munum sjálfsagt eyða miklum tíma innandyra næstu mánuði hvort sem það er uppi í sófa eða í eldhúsinu. Það má fríska upp á heimilið á ódýrari hátt með því að skipta út púðunum í sófanum í dekkri liti enda mikið úrval af alls konar púðaverum í verslunum. Horfðu á liti eins og mosagrænan, dökkbrúnan eða ryðrauðan og hafðu jafnvel teppi í stíl.
Margir eyða tíma við hægeldun í eldhúsinu í verstu lægðunum og svarta eldfasta mótið er fáanlegt í ýmsum stærðum og gerðum. Bjóðum rútínu og ró velkomna, það er ekki að ástæðulausu að þessi árstími sé uppáhald margra.
Hægindastóll frá Ilva, kostar 79.900 kr.
Ávaxtaskál frá Argot, fæst í Officina og kostar 34.990 kr.
Ilmkerti frá Meraki, fæst í Tekk og kostar 6.185 kr.
Mosagrænt púðaver. Fæst í Myrk Store og
kostar 6.990 kr
Lukt frá Flamant, fæst í Heimilum & hugmyndum og kostar 9.300 krónur.
Náttskyrta frá Tekla, fæst í Officina og kostar 27.990 kr.
Náttbuxur frá Tekla, kosta 23.990 kr. og fást í Officina.
Matreiðslubókin Greekish eftir Georginu Hayden, fæst hjá Sölku og kostar 7.490 kr.
Eldfast fat frá Black Pottery. Fæst í Heimahúsinu og kostar 11.600 kr.
Viðarbretti frá House Doctor, fást í Tekk, koma fjögur saman og kosta 5.400 kr.
Vegghilla frá Söstrene Grene,
kostar 4.990 kr.
PH-borðlampi í sérútgáfu. Frá Louis Poulsen, fæst í Verona Ármúla og kostar 149.900 kr.
Bolli frá Ikea, 1.190 kr.
Teppi frá Ferm Living, fæst í Epal og kostar
19.950 kr.