Birgir og Lísa seldu lúxushúsið í Teigunum

Birgir Jónsson og Lísa Ólafsdóttir.
Birgir Jónsson og Lísa Ólafsdóttir.

Birgir Jónsson trommuleikari í þungarokkshljómsveitinni Dimmu og fyrrverandi forstjóri flugfélagsins Play og Lísa Ólafsdóttir hafa selt sitt fallega parhús. Hjónin settu hús sitt við Hraunteig 4 á sölu í sumarbyrjun. Húsið er 230.9 fm að stærð og var reist 2007. 

Nú hefur húsið verið selt. 

Rík fagurfræði

Húsið er á þrem­ur hæðum og með inn­byggðum bíl­skúr. Þetta er sann­kallað fjöl­skyldu­hús en í hús­inu eru sjö her­bergi og fjög­ur baðher­bergi. Rut Kára­dótt­ir inn­an­húss­arki­tekt hannaði inn­rétt­ing­ar í húsið að hluta til og kom að lita­vali á veggj­um og fleira. Hún valdi til dæm­is gráa lit­inn sem prýðir stof­una. Þar er ar­inn sem fell­ur vel inn í um­hverfið en hann er í sama lit og aðrir vegg­ir. Rut valdi líka rauðbrúna lit­inn í eld­hús­inu sem fer vel við hnotu-inn­rétt­ing­arn­ar og kvarts­stein­inn sem er á borðplöt­um eld­húss­ins. Í eld­hús­inu eru líka sprautulakkaðar inn­rétt­ing­ar sem fara vel við ann­an efnivið. All­ar inni­h­urðar eru úr hnotu sem ligg­ur lá­rétt.

Hvítar sprautulakkaðar innréttingar mæta innréttingum úr hnotu í eldhúsinu.
Hvítar sprautulakkaðar innréttingar mæta innréttingum úr hnotu í eldhúsinu.

Haukur Logi Karlsson og Áslaug Dögg Karlsdóttir eru nýir eigendur hússins. Þau keyptu það á 195.000.000 kr. 

Smartland óskar Hauki og Áslaugu til hamingju með nýja húsið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda