Íslenski fótboltamaðurinn, Kolbeinn Sigþórsson, hefur selt glæsiíbúð sína í Kópavogi. Íbúðin var auglýst til sölu fyrir nokkru síðan og vakti hönnunin athygli. Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði íbúðina og eru fótspor hennar áberandi í allri hönnun.
Um er að ræða 184,2 fm íbúð sem er í blokk sem reist var 2021. Allar innréttingar eru dökkar og dramatískar en íbúðin er þó ekki eins og einhver hellir því stórir gluggar hleypa mikilli birtu inn.
Kolbeinn keypti á dögunum glæsihús í Grafarvogi en húsið keypti hann af Einari Erni Benediktssyni og Sigrúnu Guðmundsdóttur.
Nú hefur íbúðin verði seld á 208.000.000 kr. en með í kaupunum fylgir nýtt parket, ísskápur, vínkælir, þvottavél, þurrkari, borðstofuborð og ljós.
Steinn Jónsson er kaupandi íbúðarinnar og fær hann hana afhenta 31. janúar 2025.