Máni og Guðrún Valdís keyptu 153 milljóna íbúð

Fjölskyldan hefur fest kaup á íbúð í miðbæ Reykjavíkur.
Fjölskyldan hefur fest kaup á íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Ljósmynd/Aðsend

Leikarinn Máni Arnarson og sambýliskona hans, Guðrún Valdís Jónsdóttir teymisstjóri hjá Syndis, hafa fest kaup á glæsilegri hæð í virðulegu þríbýlishúsi við Hólavallagötu 13 í Reykjavík. Parið festi kaup á íbúðinni þann 29. maí og fékk hana afhenta 1. september.

Um er að ræða 200 fm íbúð í húsi sem var reist árið 1939. Máni og Guðrún Valdís greiddu 153 milljónir fyrir eignina. Þau keyptu hana af Einari Má Einarssyni.

Fasteignamat íbúðarinnar er 114 milljónir en fyrirhugað fasteignamat 2025 er 117 milljónir.

Máni og Guðrún Valdís eru einnig að selja, ekki eina heldur tvær, eignir í Samtúni 16 í hverfi 105 og er því nóg að gera hjá parinu þessa dagana.

Smartland óskar parinu hjartanlega til hamingju með nýju íbúðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda