Bogi Nils og Björk keyptu 275 milljóna einbýli

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. mbl.is/Eyþór

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri flug­fé­lags­ins Icelanda­ir, og eig­in­kona hans, Björk Unn­ars­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur, hafa fest kaup á 269,3 fm ein­býl­is­húsi í Grafar­vogi. Húsið var ekki aug­lýst til sölu. Húsið keyptu þau af Hólm­fríði Lillý Ómars­dótt­ur. Kaup­in fóru fram 12. júlí á þessu ári og var húsið af­hent 1. sept­em­ber. Þau greiddu 275.000.000 kr. fyr­ir húsið. 

Um er að ræða sér­lega glæsi­legt ein­býl­is­hús sem reist var árið 1999. Fyr­ir fram­an húsið er óspillt nátt­úra og fal­legt út­sýni. 

Húsið er fallega hannað og úr því er fallegt útsýni.
Húsið er fal­lega hannað og úr því er fal­legt út­sýni. mbl.is/​Karítas Sveina Guðjóns­dótt­ir
Tvöfaldur bílskúr, flaggstöng og hellulegt bílaplan fara vel saman.
Tvö­fald­ur bíl­skúr, flagg­stöng og hellu­legt bíla­plan fara vel sam­an. mbl.is/​Karítas Sveina Guðjóns­dótt­ir

Áttu ein­býli við Dal­hús

Bogi og Björk seldu ein­býl­is­hús sitt við Dal­hús í Grafar­vogi í sum­ar eða á sama tíma og þau festu kaup á nýja hús­inu. Um er að ræða 221,4 fm hús sem reist var 1989. Húsið var teiknað af Vífli Magnús­syni arki­tekt. Í kring­um húsið er gró­inn garður sem hef­ur verið hugsað vel um. Húsið var aug­lýst til sölu 2. júlí og stoppaði stutt við á fast­eigna­markaðnum því 15. júlí var það selt. Nýr eig­andi er Bergrós Inga­dótt­ir, sér­fræðing­ur hjá Al­votech. Hún greiddi ásett verð fyr­ir húsið eða 175.000.000 kr.

Hér má sjá einbýlishús Boga og Bjarkar við Dalhús í …
Hér má sjá ein­býl­is­hús Boga og Bjark­ar við Dal­hús í Grafar­vogi.

Smart­land ósk­ar Boga og Björk til ham­ingju með nýja húsið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda