Bogi Nils Bogason, forstjóri flugfélagsins Icelandair, og eiginkona hans, Björk Unnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, hafa fest kaup á 269,3 fm einbýlishúsi í Grafarvogi. Húsið var ekki auglýst til sölu. Húsið keyptu þau af Hólmfríði Lillý Ómarsdóttur. Kaupin fóru fram 12. júlí á þessu ári og var húsið afhent 1. september. Þau greiddu 275.000.000 kr. fyrir húsið.
Um er að ræða sérlega glæsilegt einbýlishús sem reist var árið 1999. Fyrir framan húsið er óspillt náttúra og fallegt útsýni.
Bogi og Björk seldu einbýlishús sitt við Dalhús í Grafarvogi í sumar eða á sama tíma og þau festu kaup á nýja húsinu. Um er að ræða 221,4 fm hús sem reist var 1989. Húsið var teiknað af Vífli Magnússyni arkitekt. Í kringum húsið er gróinn garður sem hefur verið hugsað vel um. Húsið var auglýst til sölu 2. júlí og stoppaði stutt við á fasteignamarkaðnum því 15. júlí var það selt. Nýr eigandi er Bergrós Ingadóttir, sérfræðingur hjá Alvotech. Hún greiddi ásett verð fyrir húsið eða 175.000.000 kr.
Smartland óskar Boga og Björk til hamingju með nýja húsið!