Bogi Nils og Björk keyptu 275 milljóna einbýli

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. mbl.is/Eyþór

Bogi Nils Bogason, forstjóri flugfélagsins Icelandair, og eiginkona hans, Björk Unnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, hafa fest kaup á 269,3 fm einbýlishúsi í Grafarvogi. Húsið var ekki auglýst til sölu. Húsið keyptu þau af Hólmfríði Lillý Ómarsdóttur. Kaupin fóru fram 12. júlí á þessu ári og var húsið afhent 1. september. Þau greiddu 275.000.000 kr. fyrir húsið. 

Um er að ræða sérlega glæsilegt einbýlishús sem reist var árið 1999. Fyrir framan húsið er óspillt náttúra og fallegt útsýni. 

Húsið er fallega hannað og úr því er fallegt útsýni.
Húsið er fallega hannað og úr því er fallegt útsýni. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir
Tvöfaldur bílskúr, flaggstöng og hellulegt bílaplan fara vel saman.
Tvöfaldur bílskúr, flaggstöng og hellulegt bílaplan fara vel saman. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Áttu einbýli við Dalhús

Bogi og Björk seldu einbýlishús sitt við Dalhús í Grafarvogi í sumar eða á sama tíma og þau festu kaup á nýja húsinu. Um er að ræða 221,4 fm hús sem reist var 1989. Húsið var teiknað af Vífli Magnús­syni arki­tekt. Í kring­um húsið er gró­inn garður sem hef­ur verið hugsað vel um. Húsið var aug­lýst til sölu 2. júlí og stoppaði stutt við á fast­eigna­markaðnum því 15. júlí var það selt. Nýr eig­andi er Bergrós Inga­dótt­ir, sér­fræðing­ur hjá Al­votech. Hún greiddi ásett verð fyr­ir húsið eða 175.000.000 kr.

Hér má sjá einbýlishús Boga og Bjarkar við Dalhús í …
Hér má sjá einbýlishús Boga og Bjarkar við Dalhús í Grafarvogi.

Smartland óskar Boga og Björk til hamingju með nýja húsið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda