Díana Ósk Óskarsdóttir, prestur, teymisstjóri og faglegur handleiðari á Landspítalanum, hefur alla tíð haft mikla þörf og ástríðu fyrir að hjálpa fólki í bágri stöðu.
Hjartagæska Díönu og eiginleikar hennar hafa gert það að verkum að fólk hefur í gegnum tíðina leitað til hennar með alls kyns erfiðleika, lífsreynslu og tilfinningar – löngu áður en hugmyndin um prestsstarfið varð til. Þó hefur Díana aldrei upplifað sig sem ruslatunnu fyrir fólk.
„Það er eitthvað sem dregur fólk að mér og mér er annt um allt fólk. Á leiðinni hef ég lært að setja mörk. Það er dýrmætt að geta miðlað þeirri reynslu að mörk eru undirstaða heilbrigðra samskipta.“
Díönu virðist vera eðlislægt að sýna fólki hluttekningu, vera sérlega góður hlustandi, leiðbeinandi, trú og trygg og því er hún eins og sniðin fyrir starf Landspítalaprests.
„Ég man einhvern tímann eftir því þegar ég var að fara til Krítar og ég ákvað að fara ekki inn í það að fara spyrja fólk hvernig það hefði það og sýna jafnmikla hluttekningu og alltaf. Heldur ákvað ég að fara og vera bara svolítið lokuð og passíf en mér tókst það ekki,“ segir Díana og hlær.
„Ég klúðraði því algerlega. Þetta verkefni gekk ekki vel hjá mér.“
Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að nálgast viðtalið við Díönu Ósk í heild sinni.