Einbýli í Fossvogi selt á 200 milljónir

Húsið er á einni hæð og er við Láland í …
Húsið er á einni hæð og er við Láland í Fossvogi.

Einbýlishús í Fossvoginum í Reykjavík njóta vinsælda og eru eftirsótt. Á dögunum seldist eitt slíkt við Láland. Um er að ræða einbýlishús á einni hæð sem reist var 1975. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni byggingartæknifræðingi. 

Húsið var að mestu í upprunalegu horfi þegar það var auglýst til sölu í september. Stórir gluggar einkenna húsið og í eldhúsinu voru innréttingar sem settar voru upp þegar flutt var inn í húsið á sínum tíma. 

Húsið stoppaði ekki lengi við á sölu. Nýir eigendur eru Narfi Þorsteinn Snorrason og Svava Þorleifsdóttir. Þau greiddu 200.000.000 kr. fyrir húsið. 

Smartland óskar þeim til hamingju! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda