Kári og Erla keyptu í Ingu Lindar-blokkinni

Kári Knútsson og Erla Þórunn Ólafsdóttir festu kaup á íbúð …
Kári Knútsson og Erla Þórunn Ólafsdóttir festu kaup á íbúð á Heklureitnum. Samsett mynd

Lýtalæknirinn Kári Knútsson og Erla Þórunn Ólafsdóttir, fyrrverandi bankastarfsmaður, hafa fest kaup á íbúð sem er í blokk við Laugaveg 168 eða á Heklureitnum eins og húsið kallast. Þau verða því nágrannar Ingu Lindar Karlsdóttur, eiganda Skot Productions, sem festi kaup á efstu hæð hússins á síðasta ári. 

Íbúðin sem Kári og Erla festu kaup á er 114 fm að stærð og fá þau íbúðina afhenta í september á þessu ári. Þau greiddu 139.900.000 kr. fyrir íbúðina. 

Inga Lind Karlsdóttir greiddi 380.000.000 kr. fyrir þakíbúðina við Laugaveg …
Inga Lind Karlsdóttir greiddi 380.000.000 kr. fyrir þakíbúðina við Laugaveg 168a. Samsett mynd

Seldu íbúðina með húsgögnum

Kári og Erla seldu íbúð sína við Bryggjugötu 2 á dögunum en hún er 178,8 fm að stærð. Íbúðirnar við Bryggjugötu eru dýrar og vandaðar og fengu þau 330.000.000 kr. fyrir hana. Með í kaupunum fylgdi sófi, öll föst ljós önnur en ljósakróna yfir eldhúsborði. Þvottavél, þurrkari, borðstofuborð og barstólar fylgdu jafnframt með ásamt öllum veggföstum hillum og skápum í stofu. Rúmin sem voru í íbúðinni fylgdu líka með ásamt öllum gluggatjöldum. 

Smartland óskar þeim til hamingju með nýju íbúðina! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda