Sigurður Atli Sigurðsson myndlistarmaður og eigandi Y gallery og Sóley Frostadóttir danshöfundur og ritstjóri hafa sett íbúð sína við Bugðulæk á sölu. Um er að ræða 124 fm íbúð sem er í húsi sem reist var 1961.
Heimilið er sérlega fallega innréttað og það sem vekur athygli er hvað myndlist er gert hátt undir höfði á heimilinu. Íbúðin kom fyrir í bókinni Myndlist á heimilum sem Y gallery gaf út ásamt Höllu Báru Gestsdóttur og Gunnari Sverrissyni fyrir um ári síðan.
Stofa og eldhús eru í sameiginlegu rými en eru þó stúkuð létt af með uppröðun á húsgögnum. Hringglugginn í stofunni er mikið stofustáss og rímar vel við listaverkin á veggjum stofunnar sem er þétt raðað og ná þau upp í loft, sem kemur vel út.
Hver fm í íbúðinni er nýttur til fulls eins og sést á myndunum.