Einbýlishús við Tjarnarflöt selt tvisvar á sama árinu

Húsið við Tjarnarflöt 9 skipti tvisvar um eigendur á síðasta …
Húsið við Tjarnarflöt 9 skipti tvisvar um eigendur á síðasta ári.

Við Tjarnarflöt 9 í Garðabæ er að finna fallegt einbýlishús á einni hæð. Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA og eiginmaður hennar, Jón Þór Eyþórsson, auglýstu húsið til sölu í fyrra og seldist það á vordögum. Um er að ræða 195,3 fm einbýli sem reist var 1967. Þau voru búin að taka vel til hendinni í húsinu og gera það að sínu. Andra og Jón Þór seldu húsið á 169.500.000 kr. til Kat ehf. 

Selt aftur á lægra verði

Nú hefur húsið verið selt aftur og það á lægra verði en það var keypt á fyrr á árinu. 

Karen Lena Óskarsdóttir og Örn Eldjárn festu kaup á húsinu 13. desember 2024 og greiddu fyrir það 164.415.000 kr. eða um fimm milljónum minna en fyrrverandi eigandi. 

Smartland óskar Karenu og Erni til hamingju með húsið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda