Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala, og Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, hafa sett fallegt einbýlishús sitt í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Um er ræða 187 fm hús sem reist var 1982.
Húsið er á þremur hæðum og er eins og sannur ævintýraheimur.
Franskir gluggar prýða húsið sem setja svip á það. Stofa og eldhús er samliggjandi á miðhæðinni en í húsinu er kjallari og ris.
Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með fulningahurðum. Borðplötur eru úr eik og eru veggir panilklæddir. Eldhúsið er málað í hlýjum grágrænum tón sem fer vel við gluggakarma og innanstokksmuni.
Jón Gunnar og Margrét Helga festu nýlega kaup á sérlega fallegu einbýlishúsi á Álftanesi og því er þessi Vesturbæjarperla komin á sölu.